16.8.2007 | 10:58
Var á leið á Elvis tónleika daginn eftir að hann dó
Halla Sigurgeirsdóttir var eftirvæntingarfullur unglingur 16. ágúst 1977 því hún var á leið á tónleika. Tónleika með engum öðrum en Ella Prestsins, Elvis Presley, í Portland í Bandaríkjunum þann 17. ágúst. Róbert frændi hennar ætlaði með og búið var að kaupa miða. En þá tekur kóngurinn upp á þeim óskunda að yfirgefa bygginguna fyrir fullt og allt. Þau fengu miðana endurgreidda en voru samt súr að missa svona naumlega af honum. Síðan þetta gerðist hefur Halla aldrei verið notuð sem lukkudýr, hvorki í fjölskyldunni né annarsstaðar.
Á myndinni er Halla Sigurgeirsdóttir rúmum tveimur árum áður en hún missti af Presley-tónleikunum. Með henni á myndinni eru bræður hennar, Sigurgeir Orri og Jónas Björn.
![]() |
Elvis lifir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 114605
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.