13.7.2007 | 09:15
Níu milljón nautheimsk náhveli!
Tinni í Kongó er fallinn í ónáð hins pólitíska rétttrúnaðar. Hvað þykir þessum kjánum óviðeigandi næst? Svona ósvinnu verður að mótmæla vegna þess að Jafnréttisráð er á launum hjá ríkinu við að útvíkka starfssvið sitt. Ef ekkert er misréttið er það einfaldlega fundið upp, eins og glöggt sést á þessum aðgerðum. Hafa þeir virkilega ekkert betra að gera en amast við Tinna?
Ef ég set mig örstutta stund í spor Jafnréttisráðs hennar hátignar og leita að fleiri ástæðum til að taka Tinna úr hillum bókaverslana er ég ekki lengi að finna minnihlutahóp sem klárlega er mismunað í Tinnabókunum: Heyrnardaufir. Vandráður prófessor er heyrnarskertur og Kolbeinn kafteinn lætur hann aldeilis heyra það. Í tilsvörum Vandráðs er gert stólpagrín að heyrnardaufum. Gróf mismunun þarna á ferð og ég mun fela lögfræðingum Lýðheilsustöðvar, Jafnréttisráðs, Félagsmálaráðuneytisins, Neytendastofu og Félags heyrnarlausra að setja lögbann á allar þær Tinnabækur þar sem gert er grín að heyrnardaufum.
Ekki nóg með það heldur er líka verið að níðast á öðrum minnihlutahópi sem síst má við því: Utangátta prófessorum. Hvers eiga þessir vesalingar að gjalda? Mega þeir ekki vera snillingar í friði? Þarf alltaf að vera að ráðast á þá? Lögfræðingur Háskóla Íslands mun fá greinargerð frá mér um þetta mál og hann mun í kjölfarið láta banna allar Tinnabækur þar sem hallar á prófessora.
Tinni fjarlægður úr barnabókahillum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
hver er næstur ,andres önd? hvaða bull þetta ,er þessi lögfræðingur sem sá bókina í bókabúðinni svartur eða hvað?
kaptein ÍSLAND, 13.7.2007 kl. 09:52
Það væri nú líka hægt að ganga í skrokkinn á grey Kolbeini. Hann er jú óvirkur (svona mestmegnis) alkóhólisti og grófur í þokkabót.
Er það nú ekki heldur stereotýpískt?
Ásta Gunnlaugsdóttir, 13.7.2007 kl. 09:57
Í augnablikinu man ég ekki eftir einum einasta minnihlutahóp, sem ekki hefur fengið einhverja "pillu" í Tinna-bókunum.
Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 12:17
Jamm, hálf hallærislegt allt saman. Þó ég sé með fordóma gagnvart fordómum, þá hefur mér alltaf þótt hallærislegt þegar verið er að banna eitthvað eða taka úr umferð hluti sem þegar þeir voru t.d. skrifaðir/kvikmnydaðir, almennt viðhorf meðal almennings. Þó okkur í dag finnist þetta ógeðfellti, þá er þetta heimild að einhverju leyti um gamla tíma og hugarfar þá.T
inni í Kongó, Disney-myndin Song of the south sem þeir þora ekki að gefa út aftur, Gone with the wind og margt fleira hefur þetta viðhorf gagnvart svertingum en ekki hefur Gone with the wind verið bönnuð eða tekin úr sölu Hvað með svörtu strumpana? Eru þeir ekki bara næstir? Á þá ekki alveg eins að kippa úrumferð Biblíunni eða Kóraninum vegna þess að þær bækur eru fordmómakyndandi?
Verst að maður á erfitt með að finna í dag uncut og uncensored útgáfur af Grimms-ævintýrunum með öllu ógeðinu sem maður gleypti í sig 6-7 ára gamall.
AK-72, 13.7.2007 kl. 20:14
Talandi um Biblíuna, þvílíkt og annað eins ofbeldi á hverri síðu. Konur sem og samkynhneigðir eru ekki teknir neinum silkihönskum þar. Það kemur mér á óvart að ekki skuli fyrir löngu vera búið að banna og fjarlægja þessa blóðugu og ofbeldisfullu bók úr hillum verslana fyrir löngu.
Hvar er lögfræðingurinn sem kvartaði undan Tinna? Hvurslags aumingi er það að hafa ekki flett Biblíunni með jafnréttisgleraugun á nefinu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.7.2007 kl. 23:25
Var að hugsa um að skrifa um þessa frétt. Hætti við það þegar ég sá þinn pistil en tek bara undir "Níu milljón nautheimsk náhveli"
Benedikt Halldórsson, 14.7.2007 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.