11.7.2007 | 18:32
Uppskrift að hrefnusteik
Það kom mér verulega á óvart hve Hrefnukjötið er gott, er ég slysaðist til að kaupa það um daginn í Melabúðinni. Slysaðist því ég hafði, ásamt svo mörgum öðrum, keypt vont kjöt í Hagkaupum þegar Hrefnan kom aftur á markað. Hagkaupsmenn klikkuðu hressilega, því kjötið frá þeim var vont, með þráabragði. Hugsanlegt er að um byrjunarerfiðleika hafi verið að ræða bæði hjá kaupmanninum og veiðimanninum og rangir bitar verið skornir af kvikindinu. Nú eru bitarnir sem seldir eru á afar sanngjörnu verði 1400 kr. kg í Melabúðinni miklu betri en nautakjötið íslenska (sem íslenskir bændur eru svo sannfærðir um að Íslendingar velji miklu heldur en erlent nautakjöt að þeir telja frjálsan innflutning óþarfan).
Ég fékk snilldar viðskiptahugmynd um daginn og ætla að deila henni hér, því ég sé ekki fram á að geta framkvæmt hana: Grillhúsið HJÁ HREFNU. Staðsetning: Við rætur Hellisheiðar (frá Vatnsenda að Sandskeiði u.þ.b.) við þjóðleiðina austur. Ekta íslenskur grillstaður sem heiðrar ævagamlar matarhefðir þjóðarinnar og grillar Hrefnu á kolum daginn út og inn. Einfættur, húðflúraður kokkur með lepp fyrir auga sér um að grilla eina réttinn á matseðlinum: Hrefnu. Bökuð kartafla og rauðvín eða öl. Hvalveiðisögu þjóðarinnar gerð skil á veggjum. Getur ekki klikkað.
Uppskrift
Eins og fyrirsögnin vísar til ætla ég að deila með lesendum þeirri aðferð sem ég hef þróað við matreiðslu á Hrefnunni:
200 gr hrefnukjöt á mann (sneiðarnar eru um 1,5 sm á þykkt)
Vænn slurkur af appelsínugulri CARAMBA bbq olíu (cajp.se) fæst í Melabúðinni (hvar annars staðar?)
Ferskur pipar
Kjötinu velt upp úr olíunni og látið marinerast í 2 til 3 tíma (má vera lengur). Pipar malaður yfir. Grillað í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið. Mitt grill er ekki mjög heitt, þannig að það mætti stytta örlítið tímann á nýrri grillum.
Sósa: Appelsínugul sósa frá Oscar sem fæst í Melabúðinni (hvar annars staðar?) Er í kælinum við vegginn næst kjötborðinu. Snilldarsósa sem bara bætir og kætir hrefnuna.
Bakaðar kartöflur taka um klst. á 240 í venjulegum ofni. Mæli með þeim og smjöri og hvítlaukssalti og sýrðum rjóma frá Mjólku (verður að vera frá Mjólku, verslið eins lítið og mögulegt er við einokunarviðbjóðinn).
Verði þér að góðu.
Heimasíða hrefnuveiðimanna.
Hrefnuveiðar hefjast aftur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég smakkaði þetta einu sinni og það var viðbjóðslegt. Alveg rosalega mikið lýsisbragð, er hægt að losna við það?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:05
Gefðu henni annan séns. Farðu eftir uppskriftinni, þú sérð ekki eftir því. Aðdáun mín á hrefnukjöti er ekki sprottin af sjálfstæðisrembingsstolti, eins og sumir gætu haldið, heldur matarást.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.7.2007 kl. 20:19
Þetta líst mér á. Og auðvitað mun ég þá gera mér ferð í Melabúðina (nema hvað).
Berglind Steinsdóttir, 11.7.2007 kl. 21:40
Hvað líst þér á Berglind? Að þetta sé ekki vegna sjálfstæðisrembingsstolti, eða einhvers annars? Ég taldi ástæðu til að taka þetta sérstaklega fram því þeir eru margir sem halda þetta, hnussa þegar maður minnist á hrefnuna. Hnussið þúðir: He, þetta er nú bara rembingur.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.7.2007 kl. 22:52
Mér líst á uppskriftina, ég er alvarlega sár yfir að hafa ekki fengið hvalkjöt nema einu sinni um ævina. Ég held nefnilega að Hagkaup hafi reynt að eyðileggja markaðinn með vondu hvalkjötu og ónógum upplýsingum. Þú hélst að ég væri að hæðast ... ég meinti þetta gjörsamlega. Hins vegar gæti verið að ég væri að gantast með Melabúðina þótt ég fari oft framhjá henni á leið í Vesturbæjarlaug.
Berglind Steinsdóttir, 11.7.2007 kl. 23:31
Ekki kannast ég við lýsisbragð af hvalkjöti,nema það sé skemmt, ég heyrði að fólk hafi látið kjötið liggja í mjólk það átti að fjarlægja lýsisbragðið, en þvert á móti er það bara pottþétt leið til þess að eyðileggja kjötið. Best er að láta kjötið liggja tvo til þrjá tíma í "marineringu". Ég er mikið með grillað hrefnukjöt og hef aldrei orðið var við þetta lýsisbragð sem margir tala um. Ég fæ ekki betra kjöt á grillið.
Jóhann Elíasson, 12.7.2007 kl. 22:42
það hefur þá verið skemmt kjötið frá Hagkaup. Þeir eru algjörlega búnir að missa það í Hagkaup. Sorglegt því einu sinni var Hagkaup í fararbroddi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.7.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.