Leita í fréttum mbl.is

Horfðu til framtíðar

Ef þú, lesandi góður, ert umhverfisverndarsinni og hefur miklar áhyggjur af hækkandi hita eða myndun koldíoxíðs vegna brölts manna, og langar að gera eitthvað í málinu, hef ég handa þér ráð: Ekki eignast börn. Hver veit nema afkomandi þinn kjósi að aka um á mengandi Hummer í framtíðinni, eða láti sér í léttu rúmi liggja hvort hann sleppi koldíoxíði út í loftið eða ekki. Og jafnvel þótt afkomandi þinn sé ákaflega meðvitaður um umhverfið og náttúruna og lífið og fuglana og blómin kemst hann ekki hjá því að skilja eftir sig slóð koldíoxíðs hvert sem hann fer.

Í þessu ljósi eru þeir sem eiga flest börn mestu umhverfissóðarnir. Tvö börn eru viðhald sama sóðaástands, koldíoxíðmengun áfram. Þrjú börn eru ávísun á enn meiri sóðaskap í framtíðinni. 

Er Framtíðarlandið þér hugleikið? Ef svo er, ekki menga það með afkomendum. Að þér gengnum verður til minna koldíoxíð en áður. Það er gott fyrir jörðina og framtíðina. Ef þú vilt vera sérstaklega góður við náttúruna gætirðu hugleitt að kolefnisjafna þig fyrir fullt og allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband