Leita í fréttum mbl.is

Keppandi í raunveruleikaþætti rekinn fyrir að vera raunverulegur

Í Bretlandi er verið að sýna raunveruleikaþáttinn Big Brother House og nú eru fréttirnar fullar af fréttum um að búið sé að reka einn keppandann, Emily Parr, fyrir ummæli sem túlka má sem kynþáttahatur.

Það sem ég tel undarlegt er að keppanda skuli vísað úr RAUNVERULEIKAÞÆTTI fyrir það eitt að vera RAUNVERULEGUR. Eða hvað? Er það ekki veruleiki dagsins í dag að höfð séu ýmis ljót ummæli um aðra kynþætti? Það gerist án vafa alla daga árið um kring í hverju einasta helvítis landi á þessari jörð.

Þetta mál er vitaskuld hlægilegt og er líka til vitnis um tíðarandann, óskrifuð lög í landi þar sem málfrelsi er tekið alvarlega (að sögn), að ekki megi segja að hvítur maður sé skítur eða negri hegri eða arabi arabi. Það er jafnvel nóg að kalla negra negra (sem var nákvæmlega það sem Emily sagði). Klassískt dæmi um pólitískan rétttrúnað. Ef ég væri stjórnandi þessa þáttar myndi ég verja rétt Emily með kjafti og klóm. Hún hefur stjórnarskrárbundinn rétt til að segja hvað sem henni þóknast, hversu ósmekklegt sem það kann að hljóma í eyrum einhverra.

Bandarískur stjórnmálamaður lenti heldur betur í því í um daginn þegar hann kallaði einhvern  eða eitthvað „niggard“. Mig minnir að hann hafi þurft að segja af sér. Niggard þýðir, og hefur víst gert um aldir alda, að vera nískur eða naumur og hefur enga tengingu við svertingja. Gott dæmi um geðbilunarástand hins pólitíska rétttrúnaðar. Svei honum, niður með hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað frá mínu hjarta.

maggabest (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband