Leita í fréttum mbl.is

Ný della

Ég er kominn með nýja dellu, að horfa á Sherlock Holmes myndir með Basil Rathbone í hlutverki Holmes. Ég er búinn að horfa á 4 myndir. Greinilegt er að safnið er ekki í eigu sama aðila vegna þess að sumar myndanna er hægt að horfa á ókeypis meðan það þarf að kaupa eða leigja aðrar. Þar sem ég er búinn að horfa á allar myndirnar sem eru innifaldar í áskriftinni minni stóð mér til boða að kaupa hinar á 11 dali stk. eða leigja á 3 dali. Ef maður leigir mynd hefur maður 48 tíma til að klára að horfa á hana. Ég hef lent í því að leigja mynd og ná ekki að klára að horfa. Það er fúlt. Ég nenni því ekki. Ég ákvað að líta á íbei og sjá hvað er í boði þar. Jújú, er ekki safn 14 mynda með Basil Rathbone og Nigel Bruce í hlutverki Dr. Watson til sölu þar á um 45 dali (með sendingarkostn.) sem gera um 3,2 dali stykkið. Ég ákvað að slá til. Diskurinn er ekki dauður úr öllum æðum nema síður sé. Basil Rathbone er frábær í hlutverki Holmes og Nigel Bruce ekki síðri í hlutverki Dr. Watson. Dr. Watson í þessum útfærslum er hálfgerður kjáni; aulabárður (hann er það alls ekki í upprunalegu sögunum). Fyrir vikið er hann bráðfyndinn og kemur þeim í klandur sem Holmes þarf svo að leysa. Handrit myndanna eru færð til samtímans sem eru stríðsárin aðallega (það fer ekki framhjá áhorfandanum). Það er líka áhugavert að sögurnar eru nánast frumsamdar þótt þær sæki efnið til jafnvel tveggja sagna eftir Arthur Conan Doyle. Titlar upphaflegu sagnanna eru yfirleitt frekar óspennandi, ævintýri þetta og ævintýri hitt. Titlar þessara mynda eru grípandi og flottir: Terror by Night, Lady in Green, Dressed to Kill (sá titill var endurnýttur á Brian de Palma-mynd um 1980). Í þessum sögum bregður Holmes sér í ýmis dulargervi við rannsókn mála. Það minnir á dulargervin sem inspector Cluseau brá sér í þegar hann var að rannsaka málin á sinn einstaka hátt. Það er óhætt að mæla með þessum myndum, einkum Dressed to Kill. Það er eins og áhrifin sem persóna Sherlock Holmes hefur á umhverfi sitt endurspeglist í kvikmyndagerðinni. Það leggja sig allir fram um að vera skynsamir, snjallir og glöggir í framleiðslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 114380

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband