16.12.2022 | 17:46
Trump heilkennið á Vísi
Ég veit fátt skemmtilegra en að hlæja að geðbilun þeirri sem heltekur þá sem líkar ekki við Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Blaðamenn Vísis eru með þessa bilun á hæsta stigi. Í fréttinni sem hér fylgir með er fjallað um gámavegg sem búið er að reisa á landamærum Arisóna til að hindra að fólk komi inn í ríkið ólöglega. Í lokin er minnst á landamæravarnir Trump-stjórnarinnar: Lítið varð þó úr þeim áformum [að byggja vegg á landamærunum] í forsetatíð hans.
Múrinn var kominn í 737 km lengd þegar arftaki Trumps skipaði að hætt skyldi við byggingu hans (með hörmulegum afleiðingum). Það varð með öðrum orðum ekki lítið úr áformum Trumps um að byggja vegginn. Þetta orðalag gefur í skyn að ekkert hafi orðið úr byggingu hans. Lesendur Vísis trúa því eflaust því þeir hafa verið mataðir á eintómum lygum í mörg ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, fyrir þér er sannleikurinn mikilvægastur. Undir þetta tek ég. Því Jesús segir: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Þessi orð hans má lesa, þar sem þau eru rituð yfir innganginn í Hátíðarsal Háskóla Íslands. En í dag virðist mönnum kennt að ljúga í Háskólanum.
Eins og þú segir hefur Vísir sannarlega matað lesendur sína á lygum og hálfsannleika í mörg ár. Þeir eru því miður ekki einir um það. Stöðugt er vísvitandi haldið að okkur lygum alla daga af fjölmiðlum, ekki þeim einum, heldur og af stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þannig lýgur Tíðarandinn án afláts og þykir honum enginn skömm að.
Boðorðin tíu eru meðal þess helgasta sem í Biblíunni stendur, þau eru undirstaða lögmálsins í Gamlatestamentinu. Örkin með boðorðunum meitluð í stein var svo dýrðleg og heilög að menn máttu hana eigi snerta. Ef menn gerðu það dóu þeir samstundis. Eitt af boðorðunum tíu sem Sáttmálsörkin innihélt var þetta: Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Eva laug fyrst allra manna í Aldingarðinum Eden, þannig var sæði Djöfulsins sáð inn í mannkynið með syndafalli og erfðasynd sem fylgir enn mannkyninu. Þess vegna hafa allir menn tilhneigingu til að ljúga, sem er bæði synd gegn Guði og mönnum.
Guð er ekki maður, að hann ljúgi, né sonur manns, að hann sjái sig um hönd. Skyldi hann segja nokkuð og gjöra það eigi, tala nokkuð og efna það eigi?. Boðskapur jólanna er ekki lygi, enda ekki frá mönnum kominn. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur.
Vegna þess að Guð sendi okkur Frelsara, Jesú Krist eigum við þess kost að gera iðrun frammi fyrir Guði og mönnum, eftir atvikum, og fá fyrirgefningu syndanna.
Látum þess vegna af öllu lygaboðskap og tölum sannleika. En þeir sem forherðast og þverskallast við að snúa sér frá sínum vondu vegum fá að heyra þetta frá Jesú: Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir. En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki.
Þess vegna er bannað að ljúga.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2022 kl. 22:48
Takk fyrir þessi vísdómsorð, Guðmundur. Það er eins og boðskapur Biblíunnar hafi ekki skilað sér til sumra. Það er miður.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.12.2022 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.