26.2.2022 | 02:55
Trump hafði rétt fyrir sér
Hálf hlægilegt er að fylgjast með óupplýstum spyrða Donalt Trump við Vladimir Pútín nú þegar hann hefur sýnt sitt rétta andlit. Trump sagði Pútín great guy við eitthvert tækifæri, líklega eftir að þeir hittust á fundi. Á það hafa kjánarnir stokkið. Sannleikurinn er hins vegar sá að Trump vissi þá og veit nú nákvæmlega hvaða mann Pútín hefur að geyma. Það voru regin mistök hjá Þjóðverjum að gera sig háða Rússum um orku. Á það bendir Trump í þessu myndskeiði. Nordstream gaslögnin var á ís meðan hann var forseti. Um leið og Joe Biden tók við var haldið áfram með þetta vanhugsaða verkefni. Bandaríkin (og heimurinn allur) súpa nú seiðið af því að hafa kosið Joe Biden til forystu. Og það allt á fölskum forsendum. Við verðum að vona að þetta leiði ekki af sér meiri hörmungar en þær sem nú þegar hafa dunið yfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.