25.8.2021 | 22:32
SannReynir
Ekki þarf að spyrja að því, sannreynarnir kjósa það sem sannara reynist. Ef pottur er brotinn í þeim efnum mætir SannReynir og leiðréttir kúrsinn. Eini gallinn á SannReyni er að hann er alveg laus við það sem gárungarnir kalla húmor. SannReynir getur ekki greint á milli gamans og alvöru. En heimurinn þarf svo sannarlega á SannReyni Sannleikssyni að halda, skítt með húmorinn. Hvar værum við til dæmis nú ef sannreynar Snjáldru og Forarvilpunnar hefðu ekki skotið allar samsæriskenningar um uppruna veirunnar frá Vúhan í kaf meðan Trump var forseti?
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 29.8.2021 kl. 21:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 114579
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.