24.8.2021 | 00:16
Fagmennskan uppmáluð
Hafi einhver efast um að flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum dragi taum ákveðins stjórnmálaflokks, þarf sá hinn sami ekki að efast lengur. Svo er allsóekkí.
Það sem fer hér á eftir er næstum fullkomið dæmi um fagmennsku, hlutleysi og innsæi að ekki sé talað um sjálfsvitund, núvitund og kynþáttavitund.
2017 birtist þessi fyrirsögn í hinu stórvirta stórblaði Washington Post:
2021 Birtist svo þessi fyrirsögn í hinu stórkostlega virta Washington Post:
Eini munurinn EINI er að þegar fyrri fréttin var skrifuð var Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Keppikefli hans var: Kaupum bandarískt.
Það er mjög ánægjulegt að sjá að faglegir blaðamenn Washington Post hafa loksins áttað sig á mikilvægi þess að hlú að innviðum eigin lands. Er það tilviljun að Biden (eða hans fólk, hann er ekki alveg með á nótunum sökum anna) fær svona góðar undirtektir hjá blaðinu? Allsóekkí.
Þess má geta að næst þegar þú kaupir eitthvað á Amazon.com ertu óbeint að styrkja faglegheitin og hlutleysið sem viðgengst svo snilldarlega á WP. Eigandi blaðsins heitir Jeff Bezos.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.9.2021 kl. 16:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.