13.5.2021 | 00:54
Góða konu fyrir Emil
Dag einn haustið 1997 vorum við Emil einu sinni sem oftar eitthvað að gera, man ekki hvað það var, mögulega að hlusta á Kruder og Dorfmeister (eitt af eftirlætisböndum hans) og slaka á. Emil bjó á þessum tíma niðri í bæ eins og ég. Stutt var á milli heimila okkar og mikill samgangur eins og sagt er. Emil bar sig illa, sagðist vera hálf-niðurdreginn. Lífið hefði ekki leikið við hann síðkastið. Ekkert stórkostlega dramatískt samt, bara svona hefðbundinn bömmer. Ég veit hvað mun gera þig glaðan, sagði ég við hann eftir fáeinar spurningar og stutta umhugsun. Nú, hvað er það? sagði Emil. Þú þarft að kynnast góðri konu, sagði ég. Fyrst þú segir það, sagði Emil og brosti í gegnum bömmerinn. Þetta var á föstudagseftirmiðdegi. Við ákváðum að skreppa út á lífið með það að markmiði að finna góða konu handa Emil svo hann gæti tekið gleði sína á ný.
Tiltölulega snemma kvölds, um tíuleytið, settumst við undir árar á galeiðunni. Fyrsti áfangastaðurinn var tveggja hæða skemmtistaður í Austurstræti sem hét Astró. Þegar inn var komið blasti við okkur frekar dapurleg sýn. Staðurinn var galtómur. Að minnsta kosti fyrsta hæðin. Við ákváðum að fara upp á aðra hæð til að vera alveg vissir um að við værum einu gestirnir þarna. Þegar upp var komið tókum við eftir að það voru tveir viðskiptavinir auk okkar á staðnum. Tvær stúlkur sem stóðu upp við vegg. Önnur ljóshærð, hin dökkhærð. Báðar bráðmyndarlegar. Þar sem ég var með markmið okkar alveg á hreinu vatt ég mér að þeim og spurði í léttu gríni hvort þær væru á lausu. Sú ljóshærða var fyrri til svars: Nei, sagði hún. En sú dökkhærða svaraði spurningu minni játandi. Ég þakkaði þeim kærlega fyrir og fór til Emils sem stóð álengdar og tilkynnti honum glaður að sú dökkhærða væri á lausu. Hvernig líst þér á hana? spurði ég. Bara vel, sagði Emil. Flott, sagði ég, við skulum heilsa betur upp á þær. Við kynntum okkur fyrir þeim og þær fyrir okkur. Sú dökkhærða sagðist heita Bjartey og sú ljóshærða sagðist heita Heiðrún. Þær höfðu fyrr um kvöldið farið í vísindaferð á vegum Verkfræðideildar Háskóla Íslands þar sem þær stunduðu nám.
Við ákváðum að fara af tóma Astró og á annan stað sem við vonuðum að væri þéttara setinn. Ég man ekki hvað sá staður hét en hann var við Ingólfsstræti. Hann reyndist vera þéttara setinn. Þangað komin áttum við kurteislegt spjall. Fljótlega kom í ljós að svör Heiðrúnar og Bjarteyjar við spurningu minni hvort þær væru á lausu höfðu ekki verið alveg sannleikanum samkvæm. Heiðrún sem hafði svarað spurningunni neitandi reyndist vera á lausu en Bjartey sem svaraði spurningunni játandi var á föstu. Aðspurð sagði Heiðrún (mér síðar) að henni hafi ekkert litist á þennan galgopalega, síðhærða ungling sem sagðist vera að vestan (mig) og ákveðið að gefa engan kost á sér. Þetta var náttúrlega heldur súrt fyrir Emil sem þurfti að horfa á eftir Bjartey fara heim til unnustans eftir skemmtilega kvöldstund. Ég man að ég var mjög impóneraður þegar ég komst að því að Heiðrún vissi hvað undirsinkuð skrúfa var. Hún er greinilega ekki eins vitlaus og hún lítur út fyrir að vera, hugsaði ég. Við Heiðrún höfum verið saman síðan þetta kvöld. Við fögnum 20 ára brúðkaupsafmæli 2. júní nk.
Emil var annars vel liðinn af fríðara kyninu enda bráðmyndarlegur og heillandi náungi. Hann var öðru hvoru í sambandi man ég. Þau fóru þó aldrei á alvarlegt stig (sambúð osfrv.). Það var eins og Emil væri í ævilöngu mótþróakasti gegn einhverju sem ég gat aldrei fest fingur á. Tölvupóstfangið hans var emilaint og síðar leoaint, Emil er ekki mætti túlka það. Hann lét hverjum degi nægja sína þjáningu.
Mikill missir að Emil mínum. Sakna hans. Ég vildi óska að hann hefði kosið annan lífstíl en þann sem hann lifði. Ég hafði svo sem lengi talið að Emil myndi tæplega kemba hærurnar. Þrátt fyrir það var það mikið áfall að missa hann aðeins 54 ára að aldri. Hann var stór hluti af mínu lífi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar
- Beint: Heilbrigðismál í brennidepli
- Unnið við höfnina og dvalið í 20 húsum í Grindavík
- Viðræður ekkert þokast frá því á þriðjudag
- Íbúð í Kópavogi reykræst
- Hafa farið gegn stjórnarfrumvörpum trekk í trekk
- Hentugt gos fyrst gýs á annað borð
- Dómur yfir ökumanni strætisvagns staðfestur
- Viðtöl við oddvitana í Suðvesturkjördæmi
- Dómur þyngdur um þrjú ár
Erlent
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.