25.5.2007 | 09:31
Stuttmyndadagar í Reykjavík
Sit og bíð efir að komast í sturtu. Heiðrún fór bara í sturtu án þess að spyrja um leyfi og því sit ég hér á náttfötunum og bíð. Fór frekar seint að sofa í gær. Var á velheppnuðum Stuttmyndadögum í Tjarnarbíó (mikið kann ég vel við það bíó) vel fram yfir miðnættið. Mynd okkar, Hádegi, var þar til sýnis, en því miður vann hún ekki til verðlauna. Ég er mjög fúll með það, enda mikil snilld þar á ferð. Líklega voru múturnar ekki nógu háar. Efnahagsuppgangurinn hefur gert dómnefndir ótrúlega frekar til fjárins. Jæja. Myndin sem lenti í þriðja sæti var frábær. Mér fannst hún best af þeim stuttmyndum sem ég sá (en það voru 60 stk. á hátíðinni). Hún er eftir gamla nágranna minn af Mánabrautinni hann Tómas. Ég vissi ekki að Tómas væri svona mikill snillingur í að gera teiknimyndir. Helping hand heitir mynd Tómasar og fjallar um unga skólastúlku sem verður fyrir áreiti skólabræðra sinna, en hún hefur ráð undir rifi hverju. Myndina í öðru sæti sá ég að hluta, hún var á spænsku eða ítölsku og þar sem það var enginn texti notaði ég tækifærið og fór út í pásu, get því ekki dæmt um gæði hennar. Myndina sem vann, sá ég ekki.
Aðstandendum Stuttmyndadaga óska ég til hamingju með framtakið. Nokkrar myndir voru áhugaverðar, skemmtilegar og vel gerðar, en mun fleiri myndir voru áhugaverðar og skemmtilegar, en hefðu mátt vera betur gerðar, einkum m.t.t. hljóðs. En þetta er kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor, því engin nefnd settist í dómarasætið og vinsaði úr myndir á hátíðina, heldur fengu allir að njóta sín og svo sá þriggja manna dómnefnd um að velja þær bestu að þeirra mati.
Að mínum dómi ætti að setja svona hátíð á vefinn svo áhugasamir geti horft á myndirnar in the comfort of their own home svo gripið sé til auglýsingafrasa. Margir eiga ekki heimangengt sökum elli eða landfræðilegrar legu. Ég ætla að setja Hádegi á vefinn fljótlega og mun senda út um það fréttatilkynningu til þjóðarinnar þegar það gerist.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.