1.5.2007 | 13:23
Skýringin á alheimshlýnuninni fundin
Í lesendabréfi sem sent var til dagblaðs í Arkansas (Democrat Gazette) var gerð mikilvæg uppgötvun á orsökum alheimshlýnunar.
Það vekur furðu að enginn skuli hafa áttað sig á þessu fyrr. Samkvæmt Snopes.com er þetta ekkert grín, enda Arkansasbúar ekki þekktir fyrir að vera grínarar. Þeir eru meira eins og Hafnfirðingar í huga samlanda sinna og um þá ganga Hafnarfjarðarbrandarar eins og þessi: Tannburstinn var fundinn upp í Arkansas, ef hann hefði verið fundinn upp annarsstaðar, væri hann kallaður tannabursti.
Kemur í ljós við gúglun á neti lýðsins að höfundurinn er lögmaður í Little Rock í Arkansas.
P.s. Þetta er víst grín hjá henni Connie, mér yfirsást það, en var bent á það af lesanda. Takk fyrir það.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Parísarhjólið tekið í sundur
- Margfalt fleiri dagar í varðhaldi og afplánun
- Breski sundkappinn háður íslenskum lakkrís
- Gjöld hvers einasta íbúa nemi 314.000 kr. á ári
- Fjárréttir verða víða um land
- Þurfum að sjá aðeins betur á spilin
- Óskráður leigubíll, ekkert leyfi og engin verðskrá
- Lögregla kölluð út vegna rifrilda í Breiðholti
Erlent
- Ver sig sjálfur eftir banatilræði við Trump
- Tilnefnir nýjan forsætisráðherra á komandi dögum
- Støre með 28,2% Solberg játar sig sigraða
- Støre stefnir í stórsigur
- Bayrou hrökklast frá völdum
- Ríkisstjórn Frakklands á barmi falls
- Tala látinna hækkar í Jerúsalem
- Heimsvaldastefna Pútíns endi ekki með landvinningum
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Merkilegt að langskólagengnin kona geti verið svona vitlaus. Í raun jafn merkilegt og að viðkomandi kona geti gengið um án þess að falla um eigin heimsku í öðru hverju skrefi.
Ársæll Níelsson, 2.5.2007 kl. 09:20
Hvernig væri að lesa það sem þú linkar á? Þessi kona er snillingur sem skrifar háðsbréf nánast vikulega um allt og alla, það eru fleiri dæmi um djók bréf eftir hana á síðunni sem þú veittir link á.
Já, og Kansas er ekki það sama og Arkansas.
G. Hrafn (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 17:13
Ég las það sem ég linkaði á, þar stendur skýrum stöfum: TRUE (eins og þú væntanlega sást líka). Það kemur fram neðar að þetta sé grín. Nokkuð misvísandi. Gott að þetta var grín en ekki alvara. Takk fyrir leiðréttinguna, það vantaði Ar-ið fyrir framan Kansas. Laga það strax.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.5.2007 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.