Leita í fréttum mbl.is

Júróvisjón Frelsi

Ég spáði rétt með þetta lag.Mér er mikil ánægja að tilkynna að ég er hættur að fylgjast með Júróvisjón. Ég var svo ungur þegar ég byrjaði að ég man ekki lífið öðruvísi. Ég var ábygglega mesti Júróvisjón aðdáandi í heimi. Ég gleymi ekki gleðinni yfir því þegar Save all your kisses for me vann, því ég hafði spáð því sigri. Þóttist heldur betur hafa nef fyrir tónlist. Þegar Nicole sigraði með lagið Ein bischen frieden fór ég umsvifalaust út í búð og keypti smáskífuna. Eflaust hlæja einhverjir að því, en það er til marks um hversu forfallinn ég var.

Þegar Ísland var með í fyrsta skipti náði Júróvisjónið hámarki. Ég hélt í alvöru að Gleðibankinn væri besta lag mannkynssögunnar. Það var því mikið áfall er það lenti í 16. sæti. Mér leið eins og ég hefði verið í bíltúr með óminnishegranum og ekið á staur. Gleðibankinn var besta lag mannkynssögunnar.

Skyndilega rann upp fyrir mér að Júróvisjón var kannski ekki eins æðislegt og ég hélt. Áður en það gerðist sá ég bara snillinga í glæsilegum búningum. Eftir að raunveruleikinn knúði dyra sá bara lúða að nauðga sönggyðjunni og ekki bara sönggyðjunni, heldur líka tískugyðjunni, fegurðargyðjunni og móður allra lista, listagyðjunni.

Silvía Nótt er það besta sem komið hefur fyrir keppnina.Skoðuð í samfélagslegu ljósi er Júróvisjón birtingarmynd ríkisrekstrarins. Ríkið að giska á hvað unga fólkið fílar. En flest ungt fólk í dag hefur engan áhuga á keppninni, engan. Það eru einungis hommar og gamalmenni sem hafa gaman að henni. Nú er ég ekki að kasta neinni rýrð á homma en af einhverjum ástæðum hafa þeir fallið fyrir Júróvisjón. Mig grunar að glysið eigi þátt í því. Þegar Silvía Nótt varð fulltrúi Íslands var mér skemmt. Það var nákvæmlega það sem þessi "keppni" þurfti; afhjúpun og afbygging. Silvía Nótt er það besta sem fyrir þessa keppni hefur komið frá upphafi, en kerfi eins og þetta, sem hefur það eitt að markmiði að viðhalda sjálfu sér, er ekki beinlínis ánægt með að klúbbmeðlimir ráfi út af braut rétttrúnaðarins. Ísland sendir því ótvíræð skilaboð í ár: Við erum þægir, við fylgjum rétttrúnaðinum og sendum ykkur holdgerving Júróvisjón í Skandinavíu, Eirík Hauksson. Nú geta lúðarnir tekið gleði sína á ný og klappað saman höndunum og sungið með.

Þegar ég var lítill einokaði ríkið rekstur sjónvarps á Íslandi og skammtaði ofan í mig og þjóðina dagskrá í smærri skömmtum en löngun var til. Þess vegna var öllu tekið fagnandi, sama hversu lélegt það var. Þjóðin var ekki ósvipuð þyrstum manni í eyðimörk sem rambar á fötu með fúlu vatni.

Ég þarf ekki lengur að drekka vatn úr þessari fötu.Í dag er þetta breytt, ég þarf ekki lengur að drekka fúlt vatn til að seðja þorstann. Þökk sé frelsinu og afurð þess, netinu. Ég hef hvorki séð né heyrt lögin sem voru í undankeppninni á Íslandi, hvorki lagið sem vann eða fallistana. Mér hefur tekist að leiða Júróvisjón algerlega hjá mér fyrir utan eina og eina fyrirsögn í blöðunum um hver verður fulltrúi Íslands, hvaða litur er á lubbanum á Eiríki og eitthvað fleira. Það er sannarlega af sem áður var, nú hef ég raunverulegt val. Nú er ekki þröngvað inn í vit mín hlutum sem ég vil ekkert með hafa. Það er æðislegt og það er ástæðan fyrir því að ég aðhyllist frjálshyggju; að hver maður sé frjáls til að gera það sem honum þóknast á sína ábyrgð án þess að það bitni á öðrum. 


mbl.is Eiríkur fékk næstum fullt hús stiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband