Leita í fréttum mbl.is

Ef þú vilt bæta heiminn...


Í þessari gestaþraut Heimsverndar er fjallað um hús tveggja bandarískra manna. Annað húsið tilheyrir verðlaunuðum umhverfisverndarsinna, hitt alræmdum umhverfissóða að margra mati. 

Hvort húsið tilheyrir umhverfisverndarsinnanum? 

HÚS A:

20 herbergja villa með 8 baðherbergjum sem kynnt og kæld er með gasi. Við húsið er innisundlaug og gestahús sem einnig er kynnt og kælt með jarðefnaeldsneyti. Orkunotkun hússins á mánuði er meiri en ársnotkun meðalhúss í Bandaríkjunum. Orkureikningur hússins er um 160 þúsund á mánuði. Gasnotkun villunnar er 20 sinnum meiri en meðaltalið.

HÚS B: 

Hannað (af prófessor í arkitektúr við einn fremsta háskóla Bandaríkjanna) með tilliti til orkusparnaðar og umhverfisverndar. Það er 370 fermetrar að stærð með fjórum svefnherbergjum og er staðsett á sléttunum sem þekja suðvesturhluta Bandaríkjanna. Úr miðstöð hússins liggja rör nær 100 metra niður í jörðina þar sem hitinn er um 20 gráður. Hringrás vatnsins heldur húsinu heitu á veturna og kælir það á sumrin. Jarðefnaeldsneytisnotkun miðstöðvarinnar er engin og dælurnar sem viðhalda hringrásinni nota aðeins fjórðung þess rafmagns sem hefðbundnar miðstöðvar nota. Regnvatni er safnað af þaki hússins í sérstakan neysluvatnstank. Vatn úr sturtum, vöskum og salernum rennur í gegn um hreinsikerfi og síðan aftur í neysluvatnstankinn. Umframvatn er notað til að vökva plönturnar í garðinum, sem allar eru úr sveitinni í kring.

 XXHouse

 

 

 

 

 

 

 

HÚS A (orkusóandi villa) er staðsett skammt frá Nashville í Tennesseeríki. Það er aðalíverustaður hins kunna umhverfisverndarsinna og kvikmyndagerðarmanns, Al Gore.

ranch

 

 

 

 

 

 

HÚS B (náttúruvænt hús) er í búgarði nærri Crawford í Texasríki. Húsið sem stundum er kallað Hvíta húsið í Texas, er heimili forseta Bandaríkjanna George W. Bush.

Skilaboð Heimsverndar til Al Gore eru þessi: Kæri Al Gore, ef þú vilt bæta heiminn, byrjaðu þá á sjálfum þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, auðvitað byrjar umhverfisvernd heima - er þetta örugglega allt rétt eftir haft hjá þér, kæri Orri? Hvað Heimsvernd er þetta?

Berglind Steinsdóttir, 10.4.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Heimsvernd eru samtök náttúruverndarsinna sem ég er í ásamt öðrum. Samkvæmt vefsíðu sem heldur utan um flökkusögur á netinu er þetta satt.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.4.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, þess eru áreiðanlega alltof mörg dæmi að menn iðka ekki það sem þeir segja. Ég á samt bágt með að trúa að Bush sé svona umhverfismeðvitaður ...

Berglind Steinsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 114014

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband