10.4.2007 | 12:43
Ef þú vilt bæta heiminn...
Í þessari gestaþraut Heimsverndar er fjallað um hús tveggja bandarískra manna. Annað húsið tilheyrir verðlaunuðum umhverfisverndarsinna, hitt alræmdum umhverfissóða að margra mati.
Hvort húsið tilheyrir umhverfisverndarsinnanum?
HÚS A:
20 herbergja villa með 8 baðherbergjum sem kynnt og kæld er með gasi. Við húsið er innisundlaug og gestahús sem einnig er kynnt og kælt með jarðefnaeldsneyti. Orkunotkun hússins á mánuði er meiri en ársnotkun meðalhúss í Bandaríkjunum. Orkureikningur hússins er um 160 þúsund á mánuði. Gasnotkun villunnar er 20 sinnum meiri en meðaltalið.
HÚS B:
Hannað (af prófessor í arkitektúr við einn fremsta háskóla Bandaríkjanna) með tilliti til orkusparnaðar og umhverfisverndar. Það er 370 fermetrar að stærð með fjórum svefnherbergjum og er staðsett á sléttunum sem þekja suðvesturhluta Bandaríkjanna. Úr miðstöð hússins liggja rör nær 100 metra niður í jörðina þar sem hitinn er um 20 gráður. Hringrás vatnsins heldur húsinu heitu á veturna og kælir það á sumrin. Jarðefnaeldsneytisnotkun miðstöðvarinnar er engin og dælurnar sem viðhalda hringrásinni nota aðeins fjórðung þess rafmagns sem hefðbundnar miðstöðvar nota. Regnvatni er safnað af þaki hússins í sérstakan neysluvatnstank. Vatn úr sturtum, vöskum og salernum rennur í gegn um hreinsikerfi og síðan aftur í neysluvatnstankinn. Umframvatn er notað til að vökva plönturnar í garðinum, sem allar eru úr sveitinni í kring.
HÚS A (orkusóandi villa) er staðsett skammt frá Nashville í Tennesseeríki. Það er aðalíverustaður hins kunna umhverfisverndarsinna og kvikmyndagerðarmanns, Al Gore.
HÚS B (náttúruvænt hús) er í búgarði nærri Crawford í Texasríki. Húsið sem stundum er kallað Hvíta húsið í Texas, er heimili forseta Bandaríkjanna George W. Bush.
Skilaboð Heimsverndar til Al Gore eru þessi: Kæri Al Gore, ef þú vilt bæta heiminn, byrjaðu þá á sjálfum þér.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hey, auðvitað byrjar umhverfisvernd heima - er þetta örugglega allt rétt eftir haft hjá þér, kæri Orri? Hvað Heimsvernd er þetta?
Berglind Steinsdóttir, 10.4.2007 kl. 14:21
Heimsvernd eru samtök náttúruverndarsinna sem ég er í ásamt öðrum. Samkvæmt vefsíðu sem heldur utan um flökkusögur á netinu er þetta satt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.4.2007 kl. 21:26
Jamm, þess eru áreiðanlega alltof mörg dæmi að menn iðka ekki það sem þeir segja. Ég á samt bágt með að trúa að Bush sé svona umhverfismeðvitaður ...
Berglind Steinsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.