Leita í fréttum mbl.is

Penn & Teller

Undanfarin misseri hef ég dundað mér við að horfa á sjónvarpsþættina Bullshit, sem dúettinn Penn og Teller stýra. Þættirnir, eins og nafnið bendir til, fjalla um það sem við myndum á íslensku kalla Kjaftæði. Kjaftæði það sem veður uppi meðal okkar og hefur blindað mörgum sýn. Þættir Pen og Teller eru eins og ferskur andblær inn í annars forheimskandi pólitískt rétthugsandi heim.

Vissir þú að endurvinnsla er 99% kjaftæði? Það er enginn tilgangur annar en sjálfsblekking og sjálfsfróun að endurvinna annað en ál. Endurvinnsla á öðrum hlutum er meiri orkusóun og þar af leiðandi mengun en að henda því einfaldlega í ruslið og grafa ruslið svo á þar til gerðum svæðum. Ekki beinlínis vinsælt að halda þessu fram á tímum umhverfisverndargeðbilunar, en engu að síður satt.

Um það er einmitt einn þáttur Penn og Teller, Umhverfisverndargeðbilunina. Þar er gjörsamlega óborganlegt atriði þar sem þeir gera leikara út af örkinni með mikilvægan málstað: Að banna Dihydrogen Monoxide, það stórhættulega efni sem finnst víðar en þig grunar. Sjá myndina hér að neðan:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvílík snilld! 

Hrannar Baldursson, 6.4.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gargandi snilld!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, nú ertu búinn að eyðileggja fyrir mér páskana!

Og spurningin er, strákar: Gæti þetta gerst í Kringlunni eða Smáralind ...? „Viltu skrifa undir bann við tvíildisoxíði?“

Og önnur spurning er: Hafið þið aldrei séð Jay Leno, hmm? Bandaríkjamenn láta plata sig.

Berglind Steinsdóttir, 8.4.2007 kl. 23:42

4 identicon

Já, þeir eru skratti góðir félagarnir.

Vil benda á að þeir heita PENN og Teller.  

hs (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:04

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þegar þú segir það! Svona getur maður verið blindur. Leiðrétti það strax.

Það er rétt að Jay Leno gerir grín að fákænsku manna þar vestra, en tilfellið er að ef hann færi á stúfana í Reykjavík er ég ekki í nokkrum vafa að svipað væri upp á teningnum hér.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.4.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband