6.4.2007 | 00:33
Kötturinn í sekknum
Væntanlega verður Jóhanna svipt dýrlingstigninni af páfa, fyrst þetta svindl komst upp. Óneitanlega læðist að manni grunur um að fleiri hafi svindlað sér, eða verið svindlað, inn í dýrlingatöluna. Nunnan sem læknaðist fyrir kraftaverk af Parkinsons-veikinni fyrir það eitt að hafa heitið á Jóhannes Pál heitin páfa - það ætti að fara betur í saumana á henni. Hvaða heilvita maður trúir því að vegna þess að nunnutetrið læknaðist af veikindum sínum eigi að gera Jóhannes að dýrlingi?
Hversu lengi eiga trúmál að vera stikk frí frá raunveruleikanum? Ef ég segðist hafa læknast af lifrarbólgu a, b, c og d vegna þess að ég hét á Elvis Presley, hvort yrði hlegið að mér eða Elvis gerður að dýrlingi?
Líkamsleifar Jóhönnu af Örk reyndust egypsk múmía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.