28.3.2007 | 08:48
Draumalandið anno 1790
Í umræðum um álverskosninguna í Hafnarfirði heyrði ég talað um hraunþjóðgarð á Suðurnesjum sem valkost í staðinn fyrir álverið. Þá velti ég fyrir mér hvers vegna engir snjallar viðskiptakonur hafi ekki stofnað slíkan garð og greitt sér ríkulegan arð. Svarið liggur að vísu ljóst fyrir: Það er engin viðskiptahugmynd í því. Hraungarðurinn færi beinustu leið á höfuðið. Nema ríkið alltumvefjandi myndi taka að sér að reka hann og veita 10 manns vinnu sem 2 kæmust yfir. Það er að skapi sumra. En þessir "sumir" gera sér ekki grein fyrir að engin verðmætasköpun er fólgin í því. Mig grunar að þeir geri sér yfirleitt ekki grein fyrir hvar verðmætasköpunin fer fram. Þeir sem sjá ljósið í þeim efnum snúa baki við slíkum hugsunarhætti. Af því þekki ég dæmi.
Andúðin á virkjunum og álverum hvílir á þessum misskilningi. Hvers vegna láta þeir sem hvað mest hamast gegn virkjunum og álverum ekki reyna á allar sínar frábæru hugmyndir um aðra atvinnuvegi og náttúruvæna áður en þeir taka til við andófið? Svarið við því liggur líka ljóst fyrir: Þeir hafa engar hugmyndir. Og ef þeir hafa hugmyndir eru þær jaskaðar klisjur frá útlöndum.
Andófsmennirnir tala í sífellu um heildarmyndina og stóru myndina og hvaðeina, tala um framtíðar- og draumaland, grænt en ekki grátt, óspillt land o. sv. frv. Þó blasir við að þeir sjá aðeins litlu myndina. Sjá ekki einu sinni það sem blasir líka við: Hálendi Íslands er ekki óspillt, öðru nær. Það er rótnagað og niðurtroðið.
Ef við stækkum litlu mynd draumalandssinna og færum okkur fram fyrir Skaftárelda sem brunnu fyrir rúmum 200 árum. Hvaða framtíðar- og draumaland blasti þá við? Jú fagrar sveitir suðurlands sem örfáum árum síðar eyðilögðust í vítiseldum. Það er mikil skammsýni að tala fjálglega um framtíðarlandið og gera ekki ráð fyrir að slíkt geti gerst aftur. Þeir sem eru sér meðvitaðir um að þeir búa á virkustu eldfjallaeyju í heimi láta ekki draumóra um draumaland halda fyrir sér vöku þegar verðmætasköpun með virkjun fallvatnanna er annars vegar.
Ég styð heilshugar stækkun álversins í Straumsvík og myndi greiða því atkvæði ef ég ætti þess kost.
![]() |
Alltaf staðið til að línur fari í jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þörf ábending hjá þér, svokallaðir "umhverfissinnar" ætla okkur að lifa á einhverju öðru, en hvað þetta annað er hefur verið mjög erfitt að fá upp úr þeim, jú eldfjallagarður hefur verið nefnt, hvursu margir ætli fengju störf þar..... amk ekki allir samstarfsmenn mínir hjá Norðurál, það er ljóst.
Menn berja sér á brjóst fyrir að Ísland sé ein af ríkustu þjóðum heims, og ættu því að huga betur að hinu og þessu fyrir alla þessa aura, á sama tíma gleymist hvaðan megnið af þessum aurum koma......
Man einhver ástandið á Austfjörðum fyrir örfáum árum, þar sem hægt var að fá stór einbýlishús fyrir slikk.....
Akranes hefur aldrei blómstrað eins og nú, stanslaus uppbygging....
Og Hafnarfjörð vita allir um.
Ég er sammála þér, að hefði ég kost á þá myndi ég segja JÁ við stækkun álvers í Straumsvík.
kv. af skaga.
Einar Ben, 28.3.2007 kl. 18:56
Bæjarstjórinn á Ísafirði óskaði eftir því við þá sem vildu "eitthvað annað" á Austfirðina að þeir kæmu með hugmyndir um hvað þetta "eitthvað annað" væri, svo Vestfirðingar gætu nýtt sér hugmyndaauðgi þeirra þar sem ekki stendur til að setja niður stóriðju eða stórvirkjanir á Vestfjörðum. Það varð fátt um svör - eiginlega lítið ... já - reyndar alls ekkert held ég.
Björn Davíðsson, 28.3.2007 kl. 19:05
Það er góður húmor fólginn í því að óska eftir nothæfum atvinnuuppbyggingarhugmyndum (phew, langt orð) frá draumalandssinnum, því auðvitað var vitað að ekkert kæmi frá þeim nema etv. að láta bók flakka milli bekkja á stoppistöðvum, eins hallærislegt, ófrumlegt og tilgangslaust sem það er. Auðveldast er að vera á móti, mun erfiðara er að vera með einhverju og hafa hugmynd. Það útheimtir kjark og þor til að horfast í augu við óvissuna. Að vera á móti, það getur hvaða auli sem er. Og svo eys þetta aulabandalag hvert annað lofi og magnar upp geðbilunarástand. Ég trúi ekki öðru en að Íslendingar sjái í gegn um þetta.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.3.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.