22.3.2007 | 13:35
Drengur fæddur
21. mars Klukkan 12:03 fæddist okkur Heiðrúnu sonur. Hann var 12 og hálf mörk og 51 sm að lengd, fót- og handarstór. Móður og syni heilsast vel og eru nú komin heim. Við vörðum síðustu nótt í Hreiðrinu sem er hluti fæðingadeildar Landspítalans. Það var kl. 00:03 aðfaranótt miðvikudags sem hríðirnar byrjuðu. Upp úr þrjú fórum við á fæðingardeildina og eins og áður segir kom gutti í heiminn kl. 12:03 á miðvikudeginum 21. mars. Fæðingin gekk vel, ekki síst miðað við að þetta var fyrsta barn móðurinnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju öll þrjú!
Bestu kveðjur úr hlíðunum :)
Hlökkum til að hitta nýjasta fjölskyldumeðliminn.
Brynja og Agnar
Brynja (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:56
Til hamingju og megi allir góðir vættir fylgja nýja Afspyrnu-meðliminum!
AK-72, 22.3.2007 kl. 15:37
Til hamingju með dreinginn.
Sigurjón Þorgilsson
Sigurjón Þorgilsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:45
Til bestu hamingju með drenginn
Páll R. Gíslason
Páll Rúnar Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 20:19
Til hamingju elsku orri og heiðrún með að vera orðin pabbi og mamma :)
kkv, magga hugrún
magga hugrún (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:36
Innilega til hamingju kæru Heiðrún og Orri! Hlökkum til að hitta litla drenginn ykkar.
Erla og Hugi
Erla (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 18:32
Takk fyrir góðar kveðjur. Litla litla heilsast vel. Hann drekkur mjólkina, orgar og gerir í bleyjuna þannig að allt er eðlilegt. Núna sofa mæginin.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.3.2007 kl. 10:59
Til hamingju með drenginn.
Ég treysti því að honum verði kenndir góðir siðir í kvikmyndafræðunum.
Neddi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.