Leita í fréttum mbl.is

Britney í meðferð en hvað með Bubba (the Hut)?

Þegar fréttist af lögsókn gúanórokkarans Bubba Morthens gegn vikuriti vegna meiðandi ummæla (Bubbi fallinn) rifjaðist upp fyrir mér Idol-þáttur sem ég sá þar sem rokkarinn var dómari. Keppandi, stúlka, hafði sungið lag með Britney Spears sem heitir I'm not a girl, not yet a woman. Bubbi lá ekki á skoðun sinni á Britney Spears og viðhafði eins meiðandi ummæli um hana og frekast var unnt, sagði hana iðnaðarframleiðslurusl sem ætti ekkert skylt við tónlist og svo framv. Keppandinn fékk ekki góða umfjöllun frá gúanórokkaranum heldur. Aðspurð sagðist hún hafa valið lagið vegna þess að það höfðaði til hennar, hún hefði ung eignast barn og liði ekki ósvipað og fjallað er um í laginu.

Fyrir utan tillitsleysi og dónaskap gagnvart keppandanum voru ummælin um Britney Spears svo ógeðfelld að fullyrðingarnar sem vikuritið var dæmt fyrir eru sem fagur fuglasöngur í samanburði. 

Það er mjög skrítið að Bubbi sé á móti Britney, þau sem eiga svo margt sameiginlegt:

1 Ást og ástleysi er þeim báðum ríkt yrkisefni.

2 Bæði gera út á kynferðið í tónlist sinni, hún syngur í efnislitlum fötum, hann er iðulega ber að ofan á tónleikum (trúlega líka í búningsherberginu).

3 Bæði hafa farið flatt á fíknilyfjum.

4 Bæði hafa farið í meðferð.

5 Bæði eru sköllótt. 

6 Ástarmál þeirra beggja eru áberandi. 

7 Bæði eru fræg, hann á Íslandi, hún um allan heim.

8 Bæði hafa selt margar plötur, hún um allan heim, hann á Íslandi.
mbl.is Britney vill fá Justin Timberlake í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man einmitt eftir þessu vegna þess að það hneykslaði mig hversu ófagmannlegur hann var þetta kvöld. Hann missti sig svo í að dissa Britney að hann fjallaði ekkert um flutninginn sjálfan hjá greyið stelpunni, finnst eins og dómarar eigi að halda sig við það sama hvaða skoðun þeir hafi á laginu sjálfu.

Því miður þá er hann ekki samkvæmur sjálfum sér. Hann er á móti Eurovision og Britney Spears en er svo dómari í Idol (sem er jafn fjöldaframleitt fyrirbæri og McDonalds). Kannski hann myndi dáðst að Britney Spears ef hann fengi nógu margar milljónir borgað fyrir. 

Geiri (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Já, það er mjög áhugavert að vera eins og hver annar McDonalds að rífa kjaft út í Burger King. Sumir eiga bara að syngja og þá helst texta eftir aðra. Hann er slík manngerð. Um leið og farið er af því spori blasir verulega óheillandi fyrirbæri við.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.3.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 113945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband