28.2.2007 | 00:12
Þreyttur en vaki samt í símskeytastíl
Fór í fótbolta í kvöld. Salurinn var kaldur sem ís. Sparkaði í knött. Tognaði lítillega á læri.
Fékk mikið koníak í afmælisgjöf. Verð fullur næstu árin. Næ vonandi að klára fyrir 50.
Gústa systir er komin á msn. Hún safnar brosköllum.
Er enn að venjast þessu Moggabloggi. Möggubloggið er komið á Moggablogg. Nú ibbar hún Moggablogggogg.
Meðgangan gengur vel. Heiðrún sefur núna. Frétti af þúsund fæðingum á netinu. Bíð eftir slóð í tölvupósti. Erum spenntust fyrr Vigni Gný sem stendur. Húnn Hnúi er líka heitur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.