Leita í fréttum mbl.is

Efasemdir

Fyrr í dag hugðist ég skrá mig inn í Moggablogg en fékk þau skilaboð að ég yrði að vera skráður inn sem sigurgeirorri til að geta opnað stjórnborðið. Síðast þegar ég gáði var ég sigurgeirorri, nema illgjarn klónn af mér sé kominn á kreik og geri mér lífið leitt. Þetta er það sama og gerðist í gamla blogginu, ég hætti að geta gert nokkurn skapaðan hlut. Ekki góð tilfinning að lenda í því aftur. Undanfarnar vikur hefur mér ekki tekist að skrifa skilaboð á blogg annarra sem tilheyra Moggabloggi.

Þegar maður kemst ekki inn í bloggið, getur ekki sett myndir með textanum, hvað þá mynd af sjálfum sér í hausinn, og finnst bloggið setja nokkuð þröngar skorður, dofnar áhuginn. Mig grunar að Safari sé ekki fyrsti vefskjárinn sem forritaranördar Moggans prufukeyra bloggið á.

Frómt frá sagt finnst mér þetta blogg á einhvern hátt hallærislegt, án þess að ég geti bent nákvæmlega á hvað það er.

Vandamálið við að halda úti sinni eigin síðu er það að maður er bundinn við þá tölvu sem inniheldur bloggforritið. Ég hallast nú að því að gera það frekar en hafa þann möguleika að geta bloggað frá Kína, Ástralíu og Norður Kóreu svo dæmi séu nefnd af stöðum sem ég verð hugsanlega á í framtíðinni.

Mig langar nefnilega að hanna síðuna sjálfur. Það er miklu skemmtilegra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef tu flytur aftur mattu gefa mer skilabod tadlettir alltaf tilveruna svolitid ad lesa tad sem tu skrifar. Kvedja, Villi.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 07:26

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Engar áhyggjur lengur, ég er með aðstoð Ragnars Bjarts búinn að setja sérstakt skjal á heimasvæðið mitt sem flytur alla sem fara á gömlu síðuna á þessa. Í framtíðinni er nóg að skrifa sigurgeirorri.com og þá ferðu beint á síðuna sem ég er með í það skiptið.

Áðan reyndi ég að skrifa hér, og var búinn að því, en það hvarf í einhverju rugli á þessu svæði. Þurfti að logga mig sérstaklega inn í bloggið og þá gat ég gert athugasemd við eigin blogg. Á ekki að þurfa þess. Þetta er hreinlega ekki að virka.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.2.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband