7.10.2010 | 12:09
Framtíðarsýn reynist rétt, sprengir upp verð á gömlum bol!
Við tiltekt í vöruskemmu Egozentric®© París, London, Washington, Hannover, kom í ljós bolur sem talið var að væri uppseldur fyrir löngu. Bolurinn var gerður fyrir viðskiptavin sem hafði ákaflega fallega framtíðarsýn og vildi tryggja að fleiri nytu hennar með honum. Framtíðarsýnin var ekki bara falleg, heldur líka sönn og rétt. Svona djúpvitrir spakvitringar eru vandfundnir; viðskiptavinir sem SKILJA að nokkur lykilatriði þarf að leysa svo smjör drjúpi af hverju strái á Íslandi og hafa bæði kjark og þor til að segja það upphátt.
Aðeins fundust nokkur rauð eintök af stærðinni 50. Vegna óbeins kostnaðar við gerð bolarins, þrældóms barna, kvenna og gamalmenna á Madagaskar, viðbjóðslegra efna sem runnu út í umhverfið við vinnslu tausins og gróðurhúsagassins sem varð til þegar saumakonurnar fretuðu eftir rúgbrauðið sem þær fengu í hádeginu, verður að stilla verðinu í sannkallað óhóf, eða aðeins 55.600 krónur stykkið óplastað. Plastaður kostar bolurinn litlar 78.232 krónur. Tilboð! Ef þú kaupir tvo færðu þá á 245.000 krónur. 0,0001% af pökkunarkostnaði rennur óskiptur í gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Og svo þurfti að sækja um í ESB og eftir það þurfti að borga Icesave svo hlutirnir gætu gengið upp. Nú fyrir skemmstu bættist svo við listann nauðsyn þess að setja leikritið um sekt Geirs Haarde á svið.
Eftir allar þessar neyðarráðstafanir er allt enn í steik. Greinilega þarf að hefja leikinn á ný og reka Davíð aftur. Ekki fyrr en Davíð er endanlega út úr lífi ríkisstjórnarinnar getur hún tekið til við að bjarga heimilunum.
Það er ef Davíð gengur ekki aftur og hrellir þau í svefni.
Ragnhildur Kolka, 7.10.2010 kl. 22:23
Svei mér þá ef sá bolur leyndist ekki líka í kjallaranum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.10.2010 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.