24.3.2010 | 00:54
Ávísun á spillingu
Miklu nær væri að skapa hér almennar aðstæður og aðlaðandi fyrir öll fyrirtæki, erlend sem innlend. Það er hlutverk löggjafans að setja almennar reglur, en ekki setja sig í þá aðstöðu að gera útbýtt ívilnunum eftir geðþótta. Eru engin takmörk fyrir því hve stjórnmálamenn ætla að þvælast fyrir lífinu í þessu landi? Það er útbreiddur misskilningur að landið þrífist ekki án þeirra. Það þrífst þrátt fyrir þá. Nýlegar efnahagsþrengingar má að stórum hluta skrifa á getuleysi og kunnáttuleysi stjórnmálamanna. Þarf frekari vitna við?
Ekki sérlög um ívilnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ef þetta er ekki ávísun á spillingu (mútur) þá er spilling ekki til.
Sveinn Elías Hansson, 24.3.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.