Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Menning og listir

Ritvélin mín

Fartölvan mín er komin til ára sinna, ţó er hún mjög fín ritvél, ţví ég nota hana eiginlega ekki til neins annars en ađ vélrita, til dćmis texta eins og ţennan. En ég á líka raunverulega ritvél, meira ađ segja tvćr. Keypti ţćr í Góđa hirđinum. Önnur er puttadrifin, hin rafmagns. Sú puttadrifna er meira til skrauts, en sú rafdrifna er mikill kostagripur. Suđiđ í henni er yndislegt ţótt nokkur desíbil sé. Ritvélar eru ađ sumu leyti ţróuđ útgáfa af tölvu. Hver kannast ekki viđ ađ hafa átt í vandrćđum međ ađ prenta úr tölvunni? (Prentarinn finnst ekki osfrv.) Međ ritvél er ţessi vandi úr sögunni. Lyklaborđiđ er beintengt prentaranum. A verđur A á pappírnum á sama augnabliki og ţrýst er á ţađ. Gallinn er sá ađ til dćmis B verđur undir eins B á pappírnum ţegar óvart er ţrýst á ţađ. Lausnin á ţví vandamáli er Tippex eđa sérstakur leiđréttingaborđi í ritvélinni. Ég spái ţví ađ í framtíđinni munu ć fleiri fćra sig aftur yfir á ritvélina. Um daginn spurđi ég um Tippex í Pennanum og afgreiđslumađurinn vissi ekki hvađ ţađ var! Ćskan í dag! Hvar endar ţetta eiginlega?

Í gćr fékk ég nýja rafhlöđu í fartölvuna mína. Á ţessu augnabliki er tölvan drifin áfram af rafmagni frá henni. Áđur gat ég ekki notađ fartölvuna sem fartölvu vegna ţess ađ rafhlađan hélt ekki út nema í uţb. hálftíma. Ég ákvađ sem sagt ađ endurnýja rafhlöđuna í tölvunni minni gömlu frekar en kaupa nýja fartölvu. Miđađ viđ ástand efnahagsmála í heiminum hefđi ţađ veriđ ábyrgđarleysi af mér ađ festa kaup á Mac Book Air, draumatölvunni minni. Ég mun ţví láta Titanium PowerBook G4 frá 2002 duga enn um sinn.

Ég er ennţá í náttfötunum. Sit í sófanum. Kaffibolli er á sófabríkinni, sá ţriđji í morgun. Í gćr vorum viđ í mat hjá Svavari og Rúnu. Ég hef aldrei borđađ eins mikiđ af humri á ćvinni. Ţvílík veisla! Á ţeirra heimili gildir sá siđur ađ fylla vínglösin alveg ađ brún (sem er glćsilega gyllt). Ég er ekki frá ţví ađ ég finni fyrir ţví í dag án ţess ađ ég sé ađ varpa ábyrgđinni af ofneyslu áfengis á neinn annan en mig.

Er ađ horfa á Flaunt stöđina í sjónvarpinu. En ţađ er sú sjónvarpsstöđ sem birtir hvađ mest af berum stúlkum án ţess ađ teljast vera dónaleg. Danstónlistin kallar á fćrri föt og fegurra fólk. Er nema von ađ ég hafi gaman ađ henni? Mćli sérstaklega međ Alex Gaudino en hann tengir saman knattspyrnu og fagrar stúlkur á listilegan hátt. Nú er hiđ frábćra tónlistarmyndband međ Madonnu og Justin Timberlake í gangi (4 minutes). Ótrúlegt augnakonfekt og tćkibrellur. Madonna er kameljón. Endurskapar sjálfa sig eftir ţörfum. Hrúga af ósamanbrotnum ţvotti er á einum eldhússtólnum, fallítt tímaritiđ  Bístró á sófaborđinu, gallabuxur og peysa af Ragnari Orra í sófanum. Barnaorgel sem ég keypti hjá Hjálprćđishernum liggur á gólfinu. Fullkomiđ!


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband