Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
23.6.2010 | 09:38
Erlend lán voru hagkvæmari kostur fyrir hagsýna
Er við hugðumst taka lán til fasteignakaupa voru kostirnir reiknaðir út, annars vegar íslensk lán með verðtryggingu og háum vöxtum og hins vegar erlend lán með gengisáhættu og lágum vöxtum. Excel útreikningar sýndu svart á hvítu að það var miklu hagkvæmara að taka erlent lán. Útreikningarnir miðuðu við að krónan gæti farið í lægsta gengi á tíu ára tímabili sem var um 2001 (en þá var dalurinn 110 krónur). Þrátt fyrir það var hagkvæmara að taka erlenda lánið. Ekki var gert ráð fyrir algeru hruni og dauða krónunnar. Það er rangt hjá Pétri að óábyrgir hafi tekið myntkörfulán. Íslenskir hagstýrendur höfðu verðlagt krónuna út af markaðnum.
Fer ekki öllum að verða ljóst að krónan er búin að vera? Krónan er munaður sem Íslendingar hafa ekki lengur efni á. Við verðum að læra að nýta okkur smæðina og finna leiðir til að græða á henni en ekki vaða um í sjálfsblekkingu um að hægt sé að halda úti gjaldmiðli í landinu. Það er ekkert minna en hlægilegt að þurfa að sitja undir gjaldeyrishöftum og fölsku gengi. Það besta sem sparifjáreigendur og viljugir sparendur gætu fengið er raunverulegur gjaldmiðill að spara í. Þá fyrst eykst vilji til sparnaðar í landinu.
![]() |
Bruðlurum bjargað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn og sætir nú einangrun
- Hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli
- Dæmt í stærsta kókaínmáli Svíþjóðar
- Ekki lengur krafa að fara úr skónum á flugvöllum
- Langt í land með að ná 90 samningum á 90 dögum
- Öryggi forsætisráðherrans ógnað með Strava-færslum
- Tuttugu látnir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa
- Lavrov til Norður-Kóreu um helgina
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.