14.11.2009 | 18:19
Stjórnmála-Aznar og fjölskyldu-Aznar
Mér er sönn ánægja af að tilkynna að ég er að rita ævisögu Jose Maria Aznar og mun hún koma fyrst út á Íslandi af öllum löndum heims og verður 3980 blaðsíður í stóru broti.
Titill bókarinnar verður að öllum líkindum: Stjórnmála-Aznar og fjölskyldu-Aznar. Með því legg ég áherslu á tvær helstu hliðar þessa stórbrotna manns.
Hef verið að velta fyrir mér fleiri titlum eins og Þetta er Aznar Guðjón, en ég hef átt í vandræðum með að tengja Aznar og Guðjón Þórðarson saman þar sem þeir þekkjast ekki og hafa aldrei hizt.
Um tíma bræddi ég með mér að kalla bókina Aznarskapur eða Aznarskaft en fannst þeir titlar ekki nógu grípandi.
Titlar sem komu til greina á tímabili voru: Þetta er Aznar asnar. Halló Aznar. Aznar í náttúru Spánar og Aznar og aðrir stjórnmálamenn.
Vill Aznar sem forseta ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Mér þykir þú góður ef þú kemur þessu fyrir á 3980 síðum. Þarna verður varla annað en stiklað á stóru.
Ragnhildur Kolka, 14.11.2009 kl. 18:42
Hafðu engar áhyggjur kæra Ragnhildur, þetta er fyrsta bindið, frá 1 til 25 ára.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 17.11.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.