5.10.2009 | 08:08
Keisarans hallir skína
Veit Steingrímur ekki að það er hægt að taka upp síma og hringja einfaldlega í vinina í Noregi og fá svarið strax? Nei, þetta er allt á huldu, þoku, mistri, vafa, óvissu, biðstöðu, misskilningur, rangtúlkun, óskhyggja. Eins og ég hafði mikla trú á þeim til að byrja með. Hélt án gríns að þarna væru komin Súperwoman og Súperman til að bjarga okkur úr kreppunni. Svo kemur á daginn að þau geta þetta ekki. Of mikið Kryptonite ef til vill? Stýrivextirnir lækka ekkert (ólíkt öðrum þjóðum), skattarnir eru hækkaðir (ólíkt öðrum þjóðum) og skorið er niður en hvergi meira en hjá Kvikmyndamiðstöð. En Kvikmyndamiðstöð er hugsanlega leiðin fyrir þjóðina til að skilja hvað fór úrskeiðis! Heimildarmyndir sem varpa ljósi á málið gerðar með styrk frá ríkinu. Ljósi varpað á Icesave samingnasnilldina með styrk frá ríkinu.
Ég vil ekki vera neikvæður asni sem gagnrýnir Steingrím fyrir svik við kjósendur sína og Jóhönnu fyrir að sitja aðgerðarlaus heima í örvæntingu yfir lélegri enskukunnáttu.
Hér er tillaga að lausn:
1. Hringja til Kína og biðja þá um lán. Þeir eiga engra hagsmuna að gæta hjá IMF eða Evrópusambandinu.
2. Hringja til Japan og biðja um lán.
3. Hringja til Ástralíu og biðja um lán.
Þótt ekki væru nema 2% vextir á þeim lánum, væri það betra en fjárfestar eru að fá fyrir sinn snúð nú um stundir. Leyfa þeim að taka veð í auðlindunum. Það ætti að liðka fyrir.
Bólar ekkert á norsku láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
e setta sú???????????
XX (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 08:53
Var ekki Steingrímur í Noregi´síðasta haust, talaði þá á svipuðum nótum og framsóknarmenn núna, hefur líklega fengið svör sem ekki voru góð.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 09:27
Sammála liðum 1-2-3-
slíta stjórnmálasambandi við breta og fá Kína til þess að vera milligönguþjóð í samskiptum við þá. Brown poop linast við það að lenda í þeim Kínversku.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.