23.9.2009 | 17:35
Viskíflaska að veði
Hver vill veðja við mig um að þessi bankasýsla verði ekki lögð niður eftir fimm ár? Ég segi að hún verði það ekki og að ástæðurnar sem gefnar verði fyrir því þær að það séu ekki réttu aðstæðurnar í þjóðfélaginu núna.
![]() |
Þorsteinn stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 114576
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ekki á ég von á að fjölmiðlar fari að rýna í cv-ið hjá Þorsteini. En hann var nú samt leystur frá starfi vegna vafasamra, persónulegra fjármálaviðskipta við Búnaðarbankann, sáluga. En hann er hinsvegar mjög tryggur Samfylkingarmaður, áður Alþýðuflokksmaður og mikill ESB-sinni, þannig að það má vafalaust ekki skoða hann neitt sérstaklega.
Rocky (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:08
Það verða víst ekki margir til að taka þig upp á þessari áskorun. Illu heilli.
Ragnhildur Kolka, 24.9.2009 kl. 17:44
Það er vegna þess að örgustu vinstrimenn trúa því ekki einu sinni sjálfir að þessi ríkisstofnun verði nokkurntíma lögð niður.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.9.2009 kl. 05:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.