4.9.2009 | 08:47
Krafa um að ábyrgjast innistæður
Af hverju eru Bretar og Hollendingar svona ákafir um að íslenska ríkið ábyrgist innistæður í íslenskum banka í útlöndum? Getur verið að þeir séu að fara fram á að allir sitji við sama borð? Íslenska ríkið gekk í ábyrgðir fyrir innistæðueigendur íslenskra banka á Íslandi, en ekki í útlöndum. Það er raunverulega mjög ósanngjarnt.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hugleiddi Icesave-málið. Kröfur útlendinganna eru í því ljósi sanngjarnar. Ríkið hjálpar fjármagnseigendum á Íslandi, en ekki í útlöndum. Við eigum að heita þátttakendur í evrópsku samstarfi þar sem allir sitja við sama borð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.