Leita í fréttum mbl.is

Við erum lús

Í alþjóðlegu samhengi er Ísland lús. Lítil, vart sýnileg. Það er ekki slæmt. Það er í fínu lagi. En það er slæmt ef lúsin heldur að hún sé fíll. Þá fyrst er hætta á ferðum. Lús sem heldur að hún sé fíll hagar sér ekki eins og lús, heldur fíll. Það veldur henni stórkostlegri hættu. Ísland taldi sig til skamms tíma vera fíl og svo var bara stigið á það. Æjæ.

Suma hryllir kannski við og aðrir hlæja kannski að þeirri fullyrðingu að Ísland sé lús. En það er ekkert slæmt að vera lús! Ekkert slæmt. Lúsin notfærir sér smæð sína, sér til framdráttar. Það á Ísland að gera. Ísland á að finna styrkinn sem felst í að vera smár og nýta sér það. Ekki haga sér eins og fíll (eða fífl). Þá vakna bara aumingjar úti í Bretlandi upp úr dróma sínum og misbeita valdi sínu.

Það fyrsta sem mér dettur í hug sem gæti verið styrkur smæðarinnar er að notast við gjaldmiðil stærri þjóða í stað þess að notast við eigin gjaldmiðil.

Loftleiðir með Alfreð Elíasson í fararbroddi áttaði sig á styrk smæðarinnar. Alfreð gerði sér grein fyrir að fyrirtæki hans var smátt og frá fátæku landi, án ríkisábyrgðar, ólíkt evrópsku ríkisflugfélögunum vel flestum. Í umhverfinu sem þá var í alþjóðaflugi nýttu Loftleiðir sér smæð sína sér til framdráttar og buðu lægri fargjöld á þeirri forsendu að þeir væru með eldri og hæggengari flugvélar.

Þeir sem telja sig vera þotu (þotulið) verða hálffúlir þegar þeim er bent á að þeir eru bara skrúfuvél, þótt það sé raunveruleikinn. Þeir sem á hinn bóginn viðurkenna það fyrir sjálfum sér að þeir séu bara skrúfuvél (lús), en ekki þota (fíll) eru miklu betur í stakk búnir að standa sig í samkeppninni. Þá er amk. ein grundvallarspurning frá (hver er ég?). Ef sú spurning er á hreinu og svarið líka er ekki vaðið í villu. Þá má einbeita sér að því að komast af í samkeppni þjóðanna, nýta smæð sína og snúa í styrk.

Hvaða fleiri að því er virðist veikleika, getur Ísland snúið upp í styrk?

Talandi um lúsina. Hún nýtir sér smæðina til að komast inn undir hjá sér stærri og voldugri dýrum, ekki síst flatlúsin, og sækir sér þaðan mat og húsaskjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hef ég alltaf sagt!

magga frænka þín (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 114426

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband