Leita í fréttum mbl.is

Flöktandi myntlauf

Eina leiðin fyrir viðskiptalíf að koma landi á höfuðið er að vera á einhvern hátt á ábyrgð ríkissjóðs viðkomandi lands. Í fljótu bragði virðist lausnin á slíkum áföllum til frambúðar vera sú að engin ríkisábyrgð sé til staðar og að hver og einn stundi sín viðskipti á eigin ábyrgð. Þeir sem kjörnir voru til að fara með ríkisfjármálin, sem og ókjörnir embættismen, höfðu það hlutverk að vernda ríkissjóðinn fyrir áföllum, standa vörð um ríkið. Og hvernig tókst nú til? Til þessa hlýtur að verða horft þegar kerfið verður endurbyggt.

Hefur enginn velt því fyrir sér hvers vegna enginn erlendur banki starfaði á Íslandi? Þetta var jú „ríkasta land í heimi“ til skamms tíma og þótt landið sé fámennt, myndi ég telja að það væri eftir nokkru að slægjast fyrir til dæms skandinavískan banka.

En enginn banki treysti sér til að starfa í krónuumhverfinu, þessu flöktandi myntlaufi. Ekki er óeðlilegt að álykta að krónan hafi kostað landið miklu meira en virðist í fyrstu. Ef til dæmis það hefði verið hér erlendur banki, einn eða jafnvel tveir, hefði einhver hópur Íslendinga haft við hann viðskipti og ekki lent í þessu allsherjar hruni sem hér varð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ríkisafskipti og ríkisábyrgð eru hugtök sem eru samgróin þjóðarvitund. Sú vörn sem "víkingarnir" fengu frá "fólkinu í landinu" í hvert sinn sem hefta átti útgerð þeirra, ígilti ríkisábyrgð. 

Og nú leitar þetta sama fólk að skúrkum til að hengja.

Ragnhildur Kolka, 26.7.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband