Leita í fréttum mbl.is

Umsókn um aðild

Benedikt Jóhannesson skrifaði grein og lagði til að þingmenn samþykktu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þegar ég heyrði af þessu í fréttunum þar sem við ókum um sveitir landsins varð mér hugsað til þeirra nefnda sem farið hafa yfir þá kosti sem Íslendingum stendur til boða vilji þeir gerast gildir limir í sambandinu. Án undantekninga hafa nefndirnar komist að þeirri niðurstöðu að aðild að þessu sambandi sé óásættanleg fyrir Ísland. Í því ljósi: Er virkilega þörf á enn einum fundinum um þetta mál? Þarf að fylla út umsókn og senda til þeirra ef fyrirfram er vitað hverjar niðurstöðurnar verða? Væri ekki eðlilegra að skríða bara á hnjánum til þeirra með vaselínið tilbúið ef ætlunin er að ganga í þetta samband hvað sem það kostar? Til hvers að stunda þennan leikaraskap?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekki annað að gera en að sækja um aðild að Evrópusambandinu, Orri. Við höfum alltaf viljað verið sjálfstæð þjóð og verið lengi. Sérstaklega stolt þegar við losnuðum undan oki dana, (1944).  Við erum bara svo lítil, svo lítil að fjárhagur okkar verður ekki að neinu.  Við erum nánast ekki talin með þegar það er talað um Evrópu- eða Norðurlandaþjóðir. Annað hvort erum við með eða ekki.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kæri Vilberg. Skrifaði athugasemdina sem sjálfstætt blogg.

Þeir sem vilja vera í ESB geta flutt út, til dæmis til Danmerkur.

Á hinn bóginn tel ég að Íslendingum hafi mistekist að mörgu leyti að vera sjálfstæð þjóð frá stofnun lýðveldisins. Mistökin eru ma. fólgin í því að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Eflaust var skynsamlegt að vera með íslenska krónu til að byrja með, en hún varð úrelt um leið og viðskiptafrelsi milli landa fór aftur í átt að því sem það var fyrir fyrri heimsstyrjöld. Lögeyrinum fylgja þau vandkvæði að misveltilfallnir menn undir þrýstingi hagsmunahópa og eigin hugmynda eiga þess kost að misnota hann, til dæmis á þann hátt að halda genginu of háu. Of hátt gengi hefur kostað útflutningsatvinnuvegina gríðarlegar fjárhæðir og valdið því að meira var innflutt en innistæða var fyrir. Ég komst líka að því þegar ég gerði myndina um Alfreð og Loftleiðir að ríkiskassinn var í raun undir stjórn fárra manna sem gátu deilt út ríkisábyrgðum eftir eigin geðþótta og það kostaði ma. það að menn sem gátu ekki rekið fyrirtæki tóku yfir Loftleiðir og stórsköðuðu það uppbyggingarstarf sem hafði verið unnið að í áratugi. Ég veit ekki hve mörg þúsund % krónan hefur rýrnað í virði gagnvart öðrum myntum síðan hún var sett á fót, en það eitt og sér er áfellisdómur yfir lýðveldinu. Hver borgar þann brúsa? Hver ber kostnaðinn af þessu virðistapi?

Ég tel lausnina fyrir Ísland ekki fólgna í að vera í Evrópusambandinu, en það er nánast útilokað að Íslendingum takist að gera það sem þarf að gera til að hér skapist stöðugleiki. Til þess þurfa of margir menn að láta of mikil völd af hendi. Krónan er nefnilega valdatæki og þegar völd eru annars vegar eru þau ekki látin svo glatt af hendi. Það er líka staðreynd að á Íslandi eru menn í æðstu valdastöðum sem hafa sýnt það og sannað að þeir hafa minna en hundsvit á efnahagsmálum. Hvaða bjáni er til dæmis á móti því að bjór sé seldur í landinu? Ég tala nú ekki um ef hinn kosturinn er að hella sig fullan af vodka. Í góðri trú hafa þeir sem um „hagstjórnina“ hafa haldið undanfarna tvo áratugi, siglt skútunni á bólakaf. Höfum við efni á annarri slíkri siglingu?

Heilt yfir tel ég lausnina fyrir Ísland vera þá að umsvif ríkisins minnki um þrjá fjórðu, tekinn verði upp 15% flatur skattur, hér verði enginn lögeyrir og hver og einn beri aukna ábyrgð á sér og sínum. Eins og kerfið er í dag verður þess ekki langt að bíða að það hrynji undan sjálfu sér. Það hefur gerst í Svíþjóð, það var aðeins fyrirboði um enn stærra kerfishrun. Ríkisjatan er eins og björgunarbátur sem smám saman yfirfyllist þar til hann sekkur nema fleygt verði fyrir borð. 

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.7.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband