26.6.2009 | 23:02
Þversögn
Björn Bjarnason skrifar 24. júní:
Icesave-samningurinn er rökstuddur á þann veg, að hann auðveldi aðild að Evrópusambandinu. Aðild er rökstudd með því, að hún geri kleift að taka upp evru. Með Icesave-skuldbindingunum er borin von, að Íslendingar standist Maastricht-skilyrðin, án þess geta þeir ekki tekið upp evru. ESB-fjölmiðlarnir ræða þennan vinkil málsins að sjálfsögðu ekki.
Þetta er skarplega athugað og ættu ESB sinnar að hugleiða. Með því að hafna samningnum og segja só sú mí er Ísland miklu nær því að geta gengið í þann klúbb sem þeir vilja ekki tilheyra samkvæmt skoðanakönnunum.
Hlægilegt er að fylgjast með hræðsluáróðrinum fyrir því sem mun gerast neiti Íslendingar að samþykkja. Enginn þarf að óttast þótt við segjum nei. Evrópusambandið mun gera okkur nýtt tilboð þar sem til dæmis vextirnir eru 3%. Það er tala sem er miklu nær því að vera sanngjörn þegar litið er til þess hve stýrivextir (ríkisvextirnir) eru lágir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.