20.6.2009 | 12:18
Hvað með embætti Netlögreglustjóra?
Kæri Steingrímur, ekki gleyma að stofna það embætti. Þú getur ekki ímyndað þér hvað mikill ósómi þrífst á netinu. Skelfilegt að sjá hvað mannskepnan er ófullkomin. Þið verðið að setja í lög að enginn megi vera ófullkominn, þá hætta allir að vera ófullkomnir. Alveg eins og það hætta allir að neyta örvandi efna eða kaupa sér blíðu þegar það hefur verið bannað með lögum.
Bifreiðagjaldið sem nýlega var hækkað, átti aðeins að vera við lýði í skamman tíma. Síðan eru liðin 25 ár og ekkert fararsnið á því. Þessi Bankasýsla sem á aðeins að lifa í fimm ár, mun ekki vera lögð niður að þeim tíma liðnum. Það kennir sagan. Ríkið hefur ódrepandi seiglu við að þenja sjálft sig út og viðhalda sér.
Í stað þessarar Bankasýslu væri eðlilegast að þjóðinni, þessari sömu þjóð sem svo margir telja sjálfa sig vera fulltrúa fyrir, væri send hlutabréfin í ríkisbönkunum. Þá þarf enginn að velkjast í vafa um það hvort rétt hafi verið staðið að sölunni, hvort klíkuskapur hafi ráðið ferðinni og svo framvegis. Hvernig væri það nú að fulltrúar þjóðarinnar sýndu í verki að þeir eru í raun fulltrúar þjóðarinnar, en ekki loddarar sem þykjast vera það í því skyni að komast til valda.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Blessaður vertu, Ríkið fer á hausinn innan 2 ára, og þá þarf ekkert að hafa áhyggjur af þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.6.2009 kl. 12:42
Vona að þú sért ekki að skrifa þessa vitleysu í nafni bróður þíns, hvað labbaði hann með marga milljóna tugi frá Kaupþingi ? Varst þú kannski á prósentum ?
Fékk hann ekki einhvern slatta líka niðurfellt frá Hreiðari og Sigurði ?
Geri ráð fyrir þvi að megnið af þjóðinni styðji að nýjar stofnanir verði settar á fót sem komi í veg fyrir að bankamann, þar með talinn bróðir þinn, geti ekki mergsogið íslenskt bankakerfi og þá þjóðina í kjölfarið, á nýja leik.
Sigfús (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:32
Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?
Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?
(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935)
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 13:54
Sigfús, ég held ég hafi aldrei lesið aumari aðdróttun en þessa. Fullkominn aumingi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.6.2009 kl. 22:26
Augljóst er að vinstri vesalingarnir eru komnir í vörn. Það er þægilegt að vera mótmælandi úti í horni. En þegar það þarf að bera ábyrgð og standa sig. Þá missa þeir óðar allt niður um sig.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.6.2009 kl. 22:50
Aumingi, ok, þetta var þá besta sem þú gast svarað því sem ég beindi að þér. Hitt er annað, það kann vel að vera að þú og þín fjölskylda hafi ekki notið góðs af því "bankagóðæri" sem hér hefur staðið yfir síðustu ár.
Klárt mál að ég var ekki einn af þeim, en nú kemur í minn hlut af greiða fyrir það, og væntanlega þín líka.
Þess vegna vill kýs ég stofnun sem mun hafa traust almennings til að byggja aftur upp fjármálakerfi sem mun ekki rýja 90 % af þjóðinni inn að skinni.
Sigfús (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 00:54
Ég vona að þú sért ekki að skrifa þetta í nafni langömmu þinnar. Hún á betra skilið en þessa vitleysu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.6.2009 kl. 13:59
Sæll Sigurgeir.
"það er ekki spurning um hvað þú getur, heldur spurning hvað þú gerir"
Veit til þess að þú átt það til að vera málefnalegur, hefur sýnt að þú getur það, núna ertu ekki alveg nógu klókur. Langamma mín hefði allavega staðið sig betur í sínum málflutningi en þú þykir sýna hér.
Er langt frá því að vera sammála þér í þínum pólitísku skoðnum. Er sjálfur ekki vinstri maður eins og þér og flokksbræðrum þínumvirðist allir vera sem trúa ekki á hinn heilaga hægri- og bankaalræðismann.
Gangi þér vel
Sigfús (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:43
Sumir eiga ýmislegt eftir ólært í því að vera málefnalegir.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.6.2009 kl. 10:55
Hey, 1717, númerið til að panta vælubílinn.
Sigfús (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:42
Þú virðist hafa stigið á aumt líkþorn hjá honum Steinfúsi með þessari færslu.
Ekki skrítið, því Steinfús hætti að vera fulltrúi "þjóðarinnar" um leið og hann settist í valdastólinn. Nú er hann bara sinn eigin fulltrúi.
Ragnhildur Kolka, 25.6.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.