6.6.2009 | 16:01
Snjallt hjá ríkisstjórninni
Að semja um að greiða skuldina, en greiða ekkert fyrr en eftir sjö ár. Þetta er forsenda fyrir að hægt sé að leika leikritið: Hér er allt í himna lagi. Velta vandanum yfir á næstu stjórn, kaupa sér grið, láta sem ekkert sé. Halda völdum og koma sér betur fyrir. Fresta erfiðum ákvörðunum. Sofa á dýnunni en byrja ekki að borga fyrr en eftir sjö ár. Hljómar eins og hallærislegur raðgreiðsludíll.
Þessi samningur er algjörlega á skjön við allt sem heitir lýðræði og reisn í samskiptum þjóða. Íslendingar eiga að fara fram á að mál þetta verði til lykta leitt fyrir dómstólum. Hugsanlega væri í lagi að skrifa undir samninga en gera það með þeim fyrirvara að dómstólar fjalli um málið og endanleg niðurstaða verði fengin þar.
Evrópusambandið gefur sig út fyrir að vera lýðræðisbandalag en þegar upp er staðið er það bara dónalegur ruddi sem neytir aflsmunar í samskiptum. Mér er það fullkomlega óskiljanlegt að nokkur á Íslandi skuli vilja ganga í þetta bandalag. Heimurinn er stærri en svo og upplýsingatæknibyltingin hefur gert það að verkum að hægt er að eiga viðskipti á einfaldan og fljótlegan hátt við nánast allar þjóðir. Samtryggingarbandalag Evrópu er gamaldags fyrirbæri sem hægt en örugglega er að tapa í samkeppni við aðrar þjóðir um hagvöxt og velsæld. Í alþjóðlegu samhengi er Evrópusambandið bara lítið aumt ræksni. Sú lotning sem margir á Íslandi bera fyrir því er á misskilningi byggð.
Ég tel eðlilegt að Íslendingar láti á það reyna hvort sambandið neyti í raun aflsmunar ef við neitum að gangast undir þetta ömurlega samkomulag.
Bretar fagna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég tek undir með þér að það er tími til kominn að sjá hvort Evrópusambandið lætur sverfa til stáls. Ef þeir gera það ekki þá eigum við að gera það.
Þetta er lögfræðilegt ágreiningsmál og ESB á ekki að komast upp með svona vinnubrögð.
Ragnhildur Kolka, 6.6.2009 kl. 16:25
Jú, það er auðvelt að semja um að byrja að borga eftir sjö ár. Þá verður ný ríkisstjórn tekin við og þingmenn VG og Samfó koma til með að kenna nýrri stjórn um að þeir séu að klúðra öllu.
Ingvar Valgeirsson, 9.6.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.