Leita í fréttum mbl.is

Vefþjóðviljinn um Loftleiðamynd

Þessi pistill birtist um Alfreð Elíasson og Loftleiðir laugardaginn 9. maí á Vefþjóðviljanum:

Hinar talandi stéttir á Íslandi útmála nú íslenska atvinnurekendur sem mestu afglapa og skúrka veraldarsögunnar. Er það af sem áður var þegar  lofsöngurinn um víkingaeðlið og djörfungina hljómaði hvarvetna. En nú jafngildir það nánast ærumissi að hafa reynt fyrir sér í atvinnurekstri. Það er ekki beinlínis uppörvandi fyrir þá sem eru með hugmyndir að nýjum rekstri. Einmitt vegna þessa ástands hittir ný kvikmynd Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar, Alfreð Elíasson og Loftleiðir, beint í mark. Hún er kærkomin tilbreyting frá bölmóðinum og uppgjöfinni

Myndin, sem meðal annars er sýnd í Kringlubíói, segir frá einu mesta viðskiptaævintýri Íslendinga á síðustu öld. Loftleiðir hf. undir stjórn Alfreðs Elíassonar náðu miklum árangri í keppni við ríkisflugfélög Evrópuþjóðanna þótt stjórnvöld hér heima og víða erlendis reyndu að bregða fæti fyrir félagið. Hún ætti að vera þeim innblástur sem telja eðlilega margt mæla gegn þátttöku í atvinnurekstri um þessar mundir. Myndin sýnir einnig hve skammt getur verið á milli feigs og ófeigs í atvinnurekstri. Stundum koma upp aðstæður sem enginn ræður við hversu útsjónarsamir menn eru í rekstri. Stundum eru menn einfaldlega heppnir.

Í myndinni kemur glöggt fram hve ríkisafskipti hafa slæm áhrif á atvinnurekstur. Jafnvel lítt sýnilegar og að því er virðist sakleysislegar aðgerðir eins og ríkisábyrgðir geta haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þetta er ekki síst mikilvægt að undirstrika um þessar mundir þegar íslenskir skattgreiðendur sitja uppi með ábyrgð á starfsemi íslensku bankanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband