Leita í fréttum mbl.is

Alfreð Elíasson og Loftleiðir frumsýnd 8. maí í Kringlubíó

Loftleiðir flugu langt og hátt

Góðir farþegar, velkomnir um borð í flugvél Loftleiða, vinsamlega spennið sætisólarnar, hafið poppið og kókið tilbúið og munið að þetta er ævintýraferð sem fjallar um samheldinn hóp sem gafst aldrei upp þótt á móti blési og gerði Loftleiðir að mesta viðskiptaævintýri Íslands á 20. öld. Athugið að á leiðinni tekur vélin tilfinningadýfur, upp í hæstu hæðir og niður í hyldjúpt svartnættið. En Örvæntið eigi. Loftleiðaandinn lifir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir þessa áminningu Sigurgeir.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 21:06

2 identicon

Hæ.  Sá viðtal við þig á visi.is. Vildi benda þér á leikritið Norway.today út af handritinu um unglingana sem þú ert að skrifa. http://www.leikhusid.is/Pages/606

Kv. María

María (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kærar þakkir fyrir þetta María, ég var búinn að heyra af þessu leikriti, en er ekki búinn að sjá það. Ég myndi gjarnan vilja lesa það ef þess er kostur. Ég man að ég hugsaði með mér þegar ég las fréttina um þessi ungmenni að þetta gæti verið efni í kvikmynd. Nokkrum árum síðar var ég í göngutúr í Ásbyrgi og gekk fram á klettabrúnina í botninum. Þá eins og kviknaði ljós: Hérna gætu þau stokkið! Síðan skrifaði ég handritið með klettinn í Ásbyrgi sem áfangastað. Þau sem sagt ferðast yfir Ísland.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 7.5.2009 kl. 15:02

4 identicon

Ég var viðstaddur forsýningu myndarinnar um Loftleiði og er hún öll hin vandaðasta. Alfreð Elíasson var einn merkasti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga og þó víðar væri leitað.  Þessi maður vann hvert þrekvirkið á fætur öðru með útsjónarsemi og dugnaði.  Einhverjum kann að þykja myndin hlutdræg á köflum en það er hún ekki. SANNLEIKURINN er sagður í myndinni þó að sumum finnist hann eflaust sár.  Enn í dag skil ég ekki hvernig óvandaðir ráðamenn með Eimskip hangandi í pilsfaldinum gátu "rústað" fyritæki og menn.  Skömm sé þeim sem notfærðu sér veikindi Alfreðs og boluðu honum út úr hans eigin fyrirtæki.

Egill Þorfinnsson

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband