10.4.2009 | 18:49
Aðgerðir ríkisins
Eftir kreppuna miklu árið 1929 settu stjórnmálamenn í Bandaríkjunum í gang mikið opinbert kerfi sem átti að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný. Það gerðist ekki. Það sem kom hjólum efnahagslífsins á sama snúning og fyrir kreppuna var heimsstyrjöldin. 1942 fór atvinnuleysi í Bandaríkjunum fyrst niður í sömu tölu og fyrir 1929. Það er svolítið skondið að á ráðstefnu stærstu iðnríkja heims sem haldin var í London 1932 til að finna leiðir út úr kreppunni var aðalmálið að fá stjórnmálamenn til að gera ekki það sem þeir höfðu gert, eða ætluðu að gera: Leggja ekki á verndartolla og önnur innflutningshöft. Er það ekki nokkuð kaldhæðnislegt að helstu aðgerðirnar gegn kreppu er að biðja stjórnmálamenn að hafast ekki að? Samt er eins og þeir haldi að þeir einir geti leyst vandann, vanda sem aðgerðir þeirra og yfirsjónir komu heiminum m.a. í. Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að aðgerðir stjórnmálamana séu verri en engar aðgerðir stjórnmálamanna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
þetta er ekki alveg rétt hjá þér - hagvöxtur var orðinn jákvæður í Bandaríkjunum árið 1933 eða 1934 og eftir það komu nokkur mjög góð ár þar. Ísland var hins vegar undir vinstristjórn sem magnaði erfiðleikana. Hún lét Íslandsbanka fara á hausinn og missti þar með tiltrú erlendra lánardrottna, sem ekki vildu lána fé til Íslands allan þriðja áratug síðustu aldar. Enginn hagvöxtur var á Íslandi á þriðja áratugnum og það var stríðið sem "bjargaði" Íslndingum.
jonni (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 07:01
Kæri Jonni, ég var að tala um atvinnuleysið. Ástandið var náttúrlega skelfilegt á Íslandi á þessum árum þökk sé gölnu kosningakerfi sem gerði Framsóknarflokknum kleift að hafa miklu meiri völd en efni stóðu til. Það er að mínum dómi áfellisdómur yfir opinberum aðgerðum, hvort sem þær eru á Íslandi eða í Bandaríkjunum, ef þær gerðu aðeins illt verra. Enginn getur sagt til um hvað hefði gerst ef nýi díllinn hefði ekki verið settur á, en ég man ekki betur en á árunum eftir kreppuna '29 hafi Fanny Mae og Freddy Mac verið stofnaðir. Opinber afskipti af húsnæðislánamarkaðnum vestra í gegn um þá hálf opinberu sjóði er einmitt rótin að vandanum nú.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.4.2009 kl. 04:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.