10.3.2009 | 05:31
Samfylkingarlýðræðið
Hver kannast ekki við það að hafa kosið í prófkjöri og ekki fengið vilja sínum fullkomlega framgengt? En ekki lengur. Nú þarf enginn að kjósa í prófkjöri í fullkominni óvissu um niðurstöðuna á toppnum. Egozentric®© kynnir nýja tegund lýðræðis á bol: SAMFYLKINGARLÝÐRÆÐI. Samfylkingarlýðræði er þeirrar glæsilegu náttúru að hinir alvitru foringjar fylkingarinnar raða sjálfum sér efst á listann svo það sé alveg öruggt að enginn kjósi vitlaust. Í Samfylkingarlýðræðinu eiga allir jafn lýðræðislegan kost á að komast til metorða, jafnvel þeir sem enda neðar en aðrir á listanum í Samfylkingarlýðræðislegum prófkjörum. Hvaða lýður vill ekki búa við slíkt ræði?
Samfylkingarlýðræði. Stærð 1-100, litur rauður. Vertu flottur, vertu töff, vertu Samfylkingarlýðræðislegur og vertu gangandi vitnisburður um heppilegt fyrirkomulag með persónukjöri gegn flokksræði. Verð 50 dalir. 0.1% af sendingarkostaði rennur óskipt í rannsóknarsjóð um samræðustjórnmál.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ekki tel ég þetta nú rétt Sigurgeir minn og nefni ég sem dæmi prófkjörssigur Ólínu Þorvarðardóttur sem merki um þá miklu endurnýjun sem hefur átt sér stað hjá Samfylkingunni og einnig hina nýstárlegu aðferð sem notuð var í prófkjöri flokksins sem áður var óþekkt á Íslandi.
Svo stefnir líka allt í að nýr formaður taki við flokknum og nefni ég þar aðallega Jón Baldvin til sögunnar.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 17:58
Hver er hin nýstárlega aðferð Hilmar? Útskýrðu fyrir mér í stuttu máli hvernig fyrirkomulagið er í Reykjavík. Þú mátt alveg láta fljóta með hversu lýðræðislegt þú telur það vera.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.3.2009 kl. 19:05
Hún var þannig að um vefprófkjör var að ræða sem vakti mikla lukku og var fyrsta þeirrar tegundar á Íslandi. Hvað var það sem þú varst svona ósáttur við í Reykjavík?
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 19:56
Hilmar þú ert raunverulegur pólitíkus! Svarar ekki spurningum. Ég var ekki ósáttur við neitt í Reykjavík, enda mikill áhugamaður um Samfylkingarlýðræði.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.3.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.