5.3.2009 | 19:39
Matarkarfan.is
Matarkarfan er besti vinur buddunnar, hún er jákvæður punktur í tilverunni. Matarkarfan hjálpar okkur að fylla ísskápinn á hagkvæman hátt. Til dæmis ef til stendur að borða kjúkling um helgina. Þá er fyrsta skrefið að fara á matarkarfan.is og athuga hverjir eru að bjóða ódýran kjúkling.
Matarkarfan.is er hugarfóstur fóstbræðranna Svavars og Orra og er í umsjón fóstsystur okkar Katrínar Jónsdóttur. Við hvetjum alla vini til að líta við, skrá sig á póstlistann og fá tilboð send heim í hverri viku. Við viljum aukna samkeppni, meira gegnsæi á markaðnum og umfram allt meiri jákvæðni gagnvart kaupmönnum. Það hefur verið hamast of mikið á þeim undanfarin ár. Vel má vera að sumir hafi misnotað sér markaðsráðandi stöðu, en staðreyndin er engu að síður sú að ríkið, stjórnmálamennirnir okkar, eru helstu óvinir íslenskra neytenda. Það eru þeir sem setja á verndartollana og þeir sem setja á vörugjöld (eða neita að afnema þau) og hvað þetta heitir nú allt.
Á Matarkörfunni er líka fréttastofa sem flytur fréttir af matvörumarkaðnum og líka af áhugaverðum málum sem eru í deiglunni. Nýjasta fréttin er til dæmis af áttburamömmunni Nadyu Suleman, en hún er að gera allt vitlaust hérna í Bandaríkjunum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Frábær vefsíða. Takk.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 20:14
...og hver gefur matarkörfuna??
Lína (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:53
Heppin búð á Raufarhöfn.
Nei, ég er að grínast. Veit ekki hvaða búð. Svavar veit allt um það.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.3.2009 kl. 22:15
Takk fyrir ábendinguna. Búin að skrá mig.
Eygló, 6.3.2009 kl. 01:41
Ég versla bara í Kaskó og Krónunni. Það eru ágætisbúðir og hafa þann ótvíræða kost að vera ekki í eigu Baugs.
Ingvar Valgeirsson, 6.3.2009 kl. 09:36
Sá heppni sem verður útdreginn mun geta valið sér í hvaða matvöruverslun hann stútfyllir matarkörfuna að andvirði 20.000.- kr.
Nú er um að gera að fylla á magann á, www.matarkarfan.is og njóta þessa að skoða öll tilboðin á matvörumarkaðnum á aðeins einni vefsíðu.
Svavar Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 15:38
Sæll Sigurgeir Orri, hingað til hefur þú náð að fóðrað hug minn með frjórri hugsun. Nú viltu hertaka maga minn líka. Ég stenst ekki freistinguna og fell að fótum ykkar.
Skrái mig strax.
Ragnhildur Kolka, 6.3.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.