4.3.2009 | 08:16
Fingur annarrar handar
Hver kannast ekki við það að hafa logið eins og hvert annað svín? Sagt eitthvað teljandi á fingrum annarrar handar þegar í raun þurfti báðar hendurnar í talninguna og jafnvel tærnar líka? En ekki lengur. Nú hefur góður viðskiptavinur sett á markað nýja vöru, fingurágræðslu, fyrir þá sem vilja geta notað frasann áfram án þess að gerast auvirðilegur lygari. Egozentric®© París, London, New York, Tókíó, tekur þátt í markaðsherferðinni í von um gróða. Hugsa sér! Ef Egozentric®© fengi krónu í hvert skipti sem stjórnmálamenn ljúga!
Fingur annarrar handar. Litur rauður. Stærð 1-100. Vertu heiðarlegur, verur ærlegur, vertu ólyginn. Ekki teygja á sannleikanum bættu frekar við puttum. Puttaðu það niður og fáðu þér bol. Verð aðeins 50 dalir. Hálft prósent af virðisaukaskattinum rennur óskiptur í lygamælasjóð ríkisins.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég vissi alltaf að það var eitthvað freaky við gaurinn.
Ragnhildur Kolka, 4.3.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.