27.2.2009 | 20:42
Sigurgeir Orri fordæmir Bandaríkin
Íslenska innanhöfuðsráðuneyti Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar sendi frá sér rétt í þessu harða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir áhyggjum af upplýsingaskorti bandarískra yfirvalda um sjálfbæra nýtingu gæða hafsins. Ofverndun dýrategunda veldur miklu ójafnvægi sem getur valdið miklu meiri skaða en hófleg nýting. Einnig lýsir ráðuneytið miklum vonbrigðum með að Bandaríkjamenn skuli láta glepjast af áróðri atvinnugræningja sem í sjónvarpsauglýsingum ljúga upp í opið geðið á sínum eigin samlöndum að ísbirnir séu í bráðri útrýmingarhættu þvert á rannsóknir vísindamanna. Bandaríska þjóðin á að spyrja sig næst þegar þessi auglýsing birtist: Hvernig lifðu ísbirnirnir af síðasta hlýindaskeið?
Bandaríkin fordæma hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Nú er ég ánægður með kallinn. Þetta er hárrétt hjá þér. Bandaríkjamenn ættu líka að spyrja hvern annan að því hvort það að skjóta hvali jafngildi því að skjóta fólk, öfgarnar eru svo miklar í sumum þeirra. Útsendarar þeirra lands hafa skotið ófáa saklausa borgara annarra ríkja út um allan heim. Það væri ekki vitlaust að berjast gegn slíku, verst að það er ekki eins arðbært eins og þetta með hvalina.
Guðmundur Bergkvist, 2.3.2009 kl. 13:08
En ég held samt áfram með Liverpool.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.3.2009 kl. 08:01
Ef ég man rétt drepa Bandaríkjamenn talsvert mikið fleiri hvali en við - kann einhver að stafa "frumbyggjaveiðar"?
Ingvar Valgeirsson, 5.3.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.