23.2.2009 | 14:54
Svartir dagar
Ég gleymi ekki þeim degi þegar ég frétti að það ætti að ríkisvæða stjórnmálaflokkana á þingi. Situr ljóslifandi í minningunni við hliðina á deginum þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir.
Það að stjórnmálaflokkarnir séu á framfæri ríkisins er einhver mesta hneisa Íslandssögunnar. Það eru svik við lýðræðið og þjóðina. Þau ólög verður að afnema ekki seinna en strax. Þau hljóta að vera brot á stjórnarskránni.
Framtíðarstefna Íslands ætti tvímælalaust að vera sú að minnka sem frekast er unnt þann sjóð sem stjórnmálamenn ráðskast með. Það gerir tvennt: Minnkar líkur á spillingu og eykur frelsi með ábyrgð.
það þarf stjórnmálaflokk í framboð á Íslandi sem þiggur ekki fé frá ríkinu (utan þings sem innan) og hefur á stefnuskránni að auka ábyrgð hvers og eins.
Daginn sem ég frétti af ríkisvæðingu stjórnmálaflokkanna var ég að fara til Þóris Óskarssonar flugstjóra vegna Loftleiðamyndarinnar sem ég vann þá að. Við Beggi vinur minn vorum að fara að taka viðtal við hann. Ég man ég lagði bílnum frekar langt frá heimili hans fyrir mistök. Það var sagt frá þessu í útvarpinu meðan ég var að leggja. Ég var svo reiður að ég byrjað á því að tala um þetta þegar Þórir bauð okkur inn. Hann horfði á mig undrandi og sagðist svo vera sammála mér. Síðan jafnaði ég mig og gat tekið viðtalið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Ástæða til að ætla að eldgosahrinu fari að ljúka
- Verst að vita ekki hvenær þetta endar
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég er hrædd um að þér verði seint að ósk þinni. Hugtök eins og lýðræði og ábyrgð eru til sparibrúks hjá stjórnmálamönnum, en liggja í glatkistunni þess á milli.
Kannski ef einhver alvara er í þessum nýju framboðum, þá gæti komið fram krafa um niðurfellingu á ríkisstyrknum þanning að allir stæðu jafnir, en líklegra þykir mér að ný framboð kalli bara eftir styrkjum sér til handar.
Ragnhildur Kolka, 23.2.2009 kl. 17:43
Jú, meðan niðurskurðarhnífurinn er í yfirvinnu um allt hækka svo styrkir ríkisins til flokkanna.
Ingvar Valgeirsson, 24.2.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.