Leita í fréttum mbl.is

Besta skírnargjöfin

Þegar Ragnar Orri sonur minn var skírður vorið 2007 gaf skrýtin frænka honum 60 dali í skírnargjöf. Dalirnir voru settir í skúffu og gleymdust þar. Um daginn fundust dalirnir. Í millitíðinni höfðu þeir tvöfaldast í verði. Sama er ekki hægt að segja um 15 þúsund krónurnar sem hann fékk frá langömmu sinni og höfðu líka gleymst í skúffunni.

Boðskapur sögunnar er þessi: Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð er hugmynd sem einungis er hægt að flokka sem hlægilega vitleysu (lýsir bæði heimóttarskap og sjálfsblekkingu). Sagt er að krónan endurspegli efnahagsástand landsins á hverjum tíma betur en alþjóðlegur gjaldmiðill myndi gera. Það er ekki rétt. Krónan hefur undanfarin ár ekki endurspeglað neinn raunveruleika, raunar aldrei. Gengið var til skamms tíma allt of hátt, nú er það trúlega of lágt, en það er bein afleiðing af „traustu hagstjórninni“.

Íslendingar þurfa að notast við alþjóðlegan gjaldmiðil. Reynslan kennir okkur að hagstýrendur landsins hafa aldrei ráðið við það verkefni að halda úti íslenskum gjaldmiðli. Sveiflur hans og virðisrýrnun sýna það svart á hvítu, hvað sem hagfræðikenningum líður.

Dalirnir 60 reyndust vera besta skírnargjöfin. Þeir eru óháðir „hagstjórninni“ á Íslandi og Ragnar Orri græddi á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ragnar Orri átti sem sagt gjaldeyrisforða. Vonandi hefur ágóðinn ekki "núllast" út með öðrum eignum sem fjárfest hafði verið í skúffufyrirtæki.

Eygló, 18.1.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hætt er við því, hann fékk líka innstæðu á bankabók.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.1.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Svavar Guðmundsson

Það kannski sannast eina ferðina enn, að best er að hafa ekkert vit á peningum en geyma þá samt örugglega í skúffunni.  Fjármálamógúlar hafa undantekningalaust fallið á hlutabréfa-ávöxtunarprófum.  Gaman veður að fylgjast með ávöxtunin á 60$ í framtíðnni

Svavar Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 09:05

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Húrra fyrir Vefþjóðviljanum24. október 1999!

http://www.andriki.is/default.asp?art=24101999

Geir Ágústsson, 19.1.2009 kl. 11:46

5 identicon

Var einmitt að hugsa um þessa skírnargjöf um daginn og ég er ekkert skrítin. Gjöfin sannar það! ;)

Magga frænka (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:47

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sagði þetta í gríni, ég var að gá hvað það leið langur tími þar til þú myndir gera athugasemd.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.1.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband