Leita í fréttum mbl.is

Kiss of death

Hver kannast ekk við að hafa fylgt hugsjón sem drapst? Hver kannast ekki við að hafa haldið með liði sem tapaði? Flestir ef ekki allir kannast við að hafa einhverju sinni verið í þessum sporum. Lífið er stundum í hag, stundum í óhag. Þó eru þeir til sem virðast aldrei geta haldið með réttu liði eða málstað. Virðast þefa uppi með næmu nefi allt sem dæmt er til að mistakast eða falla og misskilja skilaboðin og halda að hér sé sannleikurinn á ferðinni og gerast ákafar klappstýrur. Klappa, klappa og klappa jafnvel þótt þeir séu einir eftir ... en halda samt áfram og segja á útlensku: You aint seen nothing yet! Egozentric™®© er stolt af því að kynna nýjustu hönnunina í vörulínunni sem miðar að hámarks gróða fyrir sem minnsta fyrirhöfn.

Kiss of death

Kiss of death. Stærð 1-100. Litur Rauður. Ert þú koss dauðans? Sölnar allt og visnar og drepst sem þú kemur nærri? Ef svo er, er þessi vörulína fyrir þig. Veskið mun ekki visna við kaup á þessari vöru, verðið er sem fyrr hlægilegt: 9990 krónur (bolur). 1% af sendingarkosnaði rennur óskipt til samtaka til styrktar þeim sem geta aldrei haldið með réttu liði. (Samtökin voru stofnuð er kommúnistaflokkur Íslands, Samtök frjálslyndra- og vinstrimanna, Alþýðubandalagið og Aðdáendafélag Leeds United sameinuðust. Útrásarvíkingar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Vetnisáhugafólk og þeir sem telja jörðina vera að hlýna af mannavöldum eru líka velkomnir.)

Kiss of death poncho

Nýtt nýtt: Kiss of death poncho. Litur Gulur. Ein stærð. Farðu á leik með Leeds og tapaðu að minnsta kosti þurr. Verð aðeins 19990 krónur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo virðist sem kvöldveður með ÓRG í dag þýði gjaldþrot á morgun. Kossinn er blautur og mjúkur en banvænn.

Geir Ágústsson, 16.12.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var einu sinni aðdáandi Enver Hoxa

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband