1.12.2008 | 13:52
Sparnaðarráð: Leggja niður forsetaembættið
Ég ætla ekki að breytast í saltstólpa fortíðarinnar heldur horfa fram á veginn, horfa fram á sparnaðarveginn fyrir land og þjóð.
Ég hef áður lagt til þessa sparnaðarráðstöfun og geri það aftur: Leggja niður forsetaembættið. Það kostar offjár og hefur aðeins verið til óþurftar. Embættið var eitt helsta sjúkdómseinkenni (góð vísa) útrásarinnar auk þess sem það er miskunnarlaust notað í hvers kyns skrumi sem kemur sér afar illa fyrir hagsmuni Íslendinga og heimsins alls (man einhver eftir alheimshlýnunarsöngnum af völdum manna og vetnisþvælunni?). Önnur ástæða til að leggja það niður er sú misnotkun þegar forsetinn neitaði að staðfesta lög sem Alþingi hafði þó samþykkt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Við getum vel verið án þessa embættis
Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 14:07
Þetta líkar mér. Framtíðarsýn og sparnaður í leiðinni. Megum við fá meira að heyra?
Ragnhildur Kolka, 1.12.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.