Leita í fréttum mbl.is

Íbúðalánasjóðurinn er ein af meginástæðum bólunnar sem sprakk

Guðni Ágústsson virðist ekki gera sér grein fyrir þeim skaða sem Íbúðalánasjóður ríkisins hefur valdið þjóðinni. Sjóðurinn er ein af meginástæðunum fyrir þeirri hrikalegu verðbólu sem varð til á síðustu 3-4 árum. Um þetta ritaði ég nýlega færslu.
mbl.is ÍLS átti að fara í söludeildina eða sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rangt, einkavinavæddu Bankarnir var meginástæðan

TBEE (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:24

2 identicon

Ertu ekki í lagi. Það er von að allt sé í kalda koli ef margir sjá hlutina á hvolfi þó á réttum kili séu.

birgir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Hverslags endemis vitleysa er þetta, 90% lán að hámarki 16 milljónir eins og var ákveðið á þeim tíma gat nú varla sprengt upp verðið, þessi ráðstöfun gat hinsvegar hjálpað venjulegu fólki að eignast íbúð, það virðist mörgum fyrirmunað að skilja.

Kv.

Magnús

Magnús Guðjónsson, 15.11.2008 kl. 17:12

4 identicon

Því líkt kjaftæði að kenna íbúðalánasjóði um.   Það vita allir sem vita vilja að koma einkabankanna inn á íbúðalánamarkaðinn 2004 sprengdi allt upp með lánum sem ekkert hámark var á og ekkert mál að endurfjármagna án þess að skipta um húsnæði.

Annað er sögufölsun.

kk (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:23

5 identicon

Þó staðan í þjóðlífinu sé slæm núna þá væri hún ennþá hrikalegri ef Sjálfstæðismenn hefðu náð að leggja ÍLS niður eða gera hann að einhverri skúffustofnun. 

Þeir sem eru ennþá að hnýta í ÍLS hljóta i besta falli að vera illa veruleikafyrrtir. 

Maron (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þeir sem mótmæla þessu, þekkja ekki staðreyndirnar. Það var Íbúðalánasjóður ríkisins sem lánaði bönkunum, einkabönkunum, það fé sem þeir svo lánuðu til fasteignakaupa í keppni við Kaupþing þegar sá banki hóf að bjóða íbúðalán 2004. Samtals lánaði sjóðurinn Landsbankanum og Glitni (og hugsanlega Sparisj.) 100 milljarða. Það þarf engan sérfræðing til að sjá að þessi mikla aukning á lánsfé hafði mikil þensluáhrif á markaðinn. Það er að sliga margar fjölskyldurnar í dag, fjölskyldur sem keyptu fasteignir á óeðlilega háu verði. Lágmarkskrafa er að Framsóknarmenn, sem og aðrir, geri sér grein fyrir þessu. Ekki mikil einkavinavæðing þarna, miklu frekar gamla sorglega sagan um ríkisafskipti með tilheyrandi óheilbrigðu inngripi í markaðinn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.11.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband