11.11.2008 | 20:22
Takk Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson nýkjörinn forseti ASÍ á heiður skilinn fyrir að segja skoðun sína um ábyrgð stjórnmálamanna á hruninu. Lætin í þjóðfélaginu vegna launakjara og lánsábyrgða hjá Kaupþingi eru afleiðingar leka úr ríkisstofnunum. Þar eru menn í óða önn að drepa málum á dreif til að bjarga eigin skinni. Mikilvægt er, í moldviðrinu, að minna á þátt stjórnmálamannanna. Vissi ekki af málinu! Björgvin hafði ekki hugmynd um IceSave og ekki Árni Mathiesen heldur. Hvað voru þessir menn að gera? Stangast þetta ekki á við ummæli Sigurðar Einarssonar í Markaðnum um daginn? Mig minnir að hann hafi fullyrt að vorið 2008 hefði hann og fleiri lýst áhyggjum af IceSave á fundum með Fjármálaeftirlitinu. Er það ekki jafn slæmt að ráðherrar viti ekki af neyðarástandi eins og að þeir viti af því og geri ekkert eða jafnvel klúðri því?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.